Hjaltalín í fagnaðarferðalag um allt land

November 18, 2009

Hljómsveitin Hjaltalín mun á næstu dögum og vikum leika á tónleikum í Reykjavík og víða á landsbyggðinni í tilefni af útgáfu sinnar annarar breiðskífu; Terminal.

Hljómsveitin Hjaltalín hefur ærlegt fagnaðarferðlag sitt um landið með tónleikum á Blönduósi fimmtudaginn 19. nóvember. Með í för eru Snorri Helgason og Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar sem eru að gefa út sínar fyrstu plötur; I’m Gonna Put My Name on Your Door og Á Ljúflingshól.

Hjaltalín hefur leikið á um eitt hundrað tónleikum síðastliðið ár, uaðallega á erlendri grundu. Tónleikar hljómssveitarinnar hérlendis á árinu eru teljandi á fingrum annarrar handar og hefur hún aldrei farið í tónleikaferð um Ísland. Því verður þessi tónleikaferð ekki eingöngu kjörið tækifæri fyrir fólk á landsbyggðinni til að upplifa tónleika Hjaltalín heldur er hér einnig á ferð langþráður draumur meðlima sveitarinnar til að sanna sig utan höfuðborgarsvæðisins og er tilhlökkunin mikil meðal hópsins.

Tónleikarnir eru sem hér segir:

  • 19. nóv Blönduós – Félagsheimilið (Forsala: Potturinn og pannan)
  • 20. nóv Húsavík – Gamli Baukur (Forsala: Gamli baukur)
  • 21. nóv Egilsstaðir – Sláturhúsið (Forsala: Menningarsetrið Egilsstöðum)
  • 22. nóv Höfn – Pakkhúsið (Forsala: Menningarmiðstöð Hornafjarðar)
  • 24. nóv Keflavík – Frumleikhúsið (Forsala: Tónlistarskóli Reykjanesbæjar)
  • 26. nóv Sauðárkrókur – Mælifell (Forsala: Ólafshús)
  • 27. nóv Dalvík – Menningarmiðstöðin (Forsala: Kaffihús Menningarmiðst.)
  • 28. nóv Akureyri – Græni hatturinn (Forsala: Eymundsson)
  • 29. nóv Borgarnes – Landnámssetrið (Forsala: Landnámssetrið)

Kraumur tónlistarsjóður vinnur með og styður Hjaltalín til afreka innanlands sem utan á árinu, þar með talið tónleikahald sveitarinnar og gerð breiðskífunnar Terminal.

Kraumur er samstarfs- og styrktaraðili tónleikaferðarinnar um landið ásamt Rás 2. Tónleikarnir eru liðir í Innrásinni – átakst Kraums til stuðnings tónleikahalds innanlands.