Úthlutanir og stuðningur við íslenskt tónlistarlíf

April 2, 2009

Kraumur tónlistarsjóður kynnti í dag á Boston, Laugavegi, fyrstu úthlutanir sínar og stuðning við íslenskt tónlistarlíf, tónlistarmenn og hljómsveitir árið 2009.

Áhersla er lögð á innlend verkefni og starfsemi listamanna og hljómsveita hérlendis í stuðningi Kraums í ár, allt frá plötugerð til námskeiða- og tónleikahalds á landsbyggðinni.

Meðal þeirra listamanna sem Kraumur mun styðja og vinna með á árinu eru Hjaltalín, Lay Low, Sindri Már Sigfússon (Sin Fang Bous / Seabear), Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Mógil, For a Minor Reflection og Nordic Affect.

Kraumur mun jafnframt styðja við tónleika fjölda ungra listamanna á Stofutónleikum Listahátíðar í Reykjavík, námskeið og vinnusmiðjur á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði, Tónlistarhátíð unga fólksins í Kópavogi og Reykjavik Jazz Performance vinnusmiðjur fyrir unga og upprennandi listamenn.

Kraumur mun  standa fyrir Hljóðverssmiðjum í Tankinum á Flateyri með verðlaunasveitum Músíktilrauna 2009 og þátttöku reyndari tónlistarmanna. Innrásin, átak Kraums til stuðnings tónleikahaldi á landsbyggðinni, heldur áfram af fullum krafti á árinu og að þessu sinni er kynntur stuðningur við hljómsveitirnar; Sudden Weather Change, Árstíðir, Nögl, Molestin o.fl. í tengslum við Innrásina, sem m.a. munu koma fram á tónlistarhátíðunum Eistnaflugi á Neskaupsstað og Lunga á Egilsstöðum.

Kraumur mun jafnframt styðja við Trúbatrix, nýtt tengslanet og tónlistarhóp sem samanstendur af íslenskum tónlistarkonum sem flytja frumsamda Íslenska tónlist, til tónleikahalds innanlands.

Alls hefur tæpum 11 milljónum nú verið úthlutað í beinan stuðing til listamanna og hljómsveita, eigin verkefna Kraums og samstarfsverkefna sjóðsins.

YFIRLIT ÚTHUTANA OG VERKEFNA

Samstarf og beinn stuðningur  við listamenn (4.700.000 kr)

  • Hjaltalín (Plötugerð, tónleikahald & önnur starfsemi) 1.200.000 kr
  • Nordic Affect (Plötugerð) 500.000 kr
  • Sindri Már Sigfússon / Sin Fang Bous (Plötugerð) 500.000 kr
  • Ólöf Arnalds (Plötugerð) 500.000 kr
  • Ólafur Arnald (Plötugerð) 500.000 kr
  • For a Minor Reflection (Plötugerð) 500.000 kr
  • Lay Low (Tónleikahald og kynning erlendis) 500.000 kr
  • Mógil (Tónleikahald innanlands (Innrás) og á WOMEX) 500.000 kr

Samstarfsverkefni (1.800.000 kr)

  • Stuðningur við tónleika ungra listamanna á Listahátíð í Reykjavík (Stofutónleikar) 1.000.000 kr
  • Tónlistarhátíð unga fólksins 400.000 kr
  • Reykjavik Jazz Performance Workshop 400.000  kr

Innrásin (1.600.000 kr)

Átak Kraums til stuðnings tónleikahalds á landsbyggðinni. Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna og hljómsveita til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni.

  • Árstíðir, Svavar Knútur & Helgi Valur (Rás 2 plokkar hringinn) 400.000 kr
  • Trúbatrix (ýmsir listamenn) 400.000 kr
  • Sudden Weather Change, Retro Stefson o.fl. (Sumargleði, Lunga) – 400.000 kr
  • Nögl og hljómsveitir á þeim stöðum heimsóttir eru – 200.000 kir
  • Momentum og fleiri hljómsveitir Molestin Records á Eistnaflugi – 200.000 kr

Eigin verkefni Kraums (2.700.000 kr)

  • Kraumsverðlaunin (stuðningur við plötuútgáfu)  1.200.000 kr
  • Hljóðverssmiðjur Kraums og Tanksins (þremur verðlaunahöfum Músíktilrauna 2009 tryggt pláss) 1.000.000 kr
  • Námskeiðahald og vinnusmiðjur á Aldrei fór ég suður 500.000 kr

>> Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að lesa meira um fyrstu úthlutanir og stuðning Kraums við íslenskt tónlistarlíf 2009.

———————————–

BEINN STUÐNINGUR VIÐ LISTAMENN OG HLJÓMSVEITIR (4.700.000 kr)

Hljómsveitin Hjaltalín fær hæstu upphæð stuðnings úthlutunar Kraums að þessu sinni, 1,2 milljónir, til starfsemi sinnar á árinu, sem að stærstum hluta felur í sér stuðning gerð nýrrar breiðskífu og tónle ikhaldi innanlands – auk kynningarstarfsemi og tónleika á erlendum vettvangi.

Kraumur styður við plötugerð Nordic Affect, Sindra Más Sigfússonar sem Sin Fang Bous, Ólafs Arnalds og For a Minor Reflection um 500.000 kr hver listmaður/hljómsveit. Eina eiginlega útrásarverkefni sjóðsins er stuðningur við tónleikahald Lay Low og hljómsveitar hennar á erlendum vettvangi, m.a. tónlistarhátíðunum Glastonbury og End of the Road (500.000 kr) – sem og tónleikar Mógil á stærstu heims- og þjóðlagahátíð heims; WOMEX. Stuðningurinn til Mógil fer jafnframt í tónleikaferð sveitarinnar innanlands sem hluti af Innrás Kraums (samtals 500.000 kr.)

Liðsmenn Mógil fylgja þar með í kjölfar Ólöfu Arnalds sem fyrst allra íslenskra listamanna spilaði á WOMEX í fyrra með stuðningi Kraums, fyrir tilstuðlan Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) sem einnig hefur milligöngu um að tryggja Mógil pláss á þessari einstöku tónlistarhátíð að þessu sinni.  Tónleikar Ólafar á WOMEX í fyrra vöktu verðskuldaða athygli hjá tónleikahöldurum, plötuútgáfum og fjölmiðlum. Eftir vel heppnaða kynningartónleika í New York og Náttúru tónleikunum í Laugardal heldur Kraumur áfram að vinna með Ólöfu í ár að væntanlegri breiðskífu hennar (500.000 kr).

HLJÓÐVERSSMIÐJUR Í TANKINKNUM (MÚSÍKTILRAUNIR 2009) (1.000.000 kr)

Kraumur styður við sigurvegara Músíktilrauna 2009 og sveitirnar sem lenda í 2. og 3. sæti með plássi í Hljóðverssmiðjum Kraums og Tanksins á Flateyri. Um er að ræða eina viku í hljóðveri, gistingu, samtals 70 upptökutíma með hljóðmanni, auk leiðbeininga og kennslu frá reyndari listamamönnum.

Markmiðið með hljóðverssmiðjunum er að styðja við grasrótina í íslensku tónlistarlífi, miðla reynslu og gefa hljómsveitunum tækifæri á að taka upp efni sem nýst gæti við kynningu á sér og sinni tónlist, t.a.m. dreifingar á netinu og til útvarpsstöðva, og/eða sem byrjun á breiðskífu.

VINNUSMIÐJUR Á ALDREI FÓR ÉG SUÐUR (500.000 kr)

Samstarf um vinnusmiðjur og námskeið sem fara fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafiriði um páskana. Farið yfir styrkjaumhverfi tónlistarbransans, vinnusmiðja um textagerð, tækifæri íslenskra listamanna á erlendum vettvangi o.fl. Aðgangur ókeypis, fyrir unga listamenn á Vestfjörðum sem og alla aðra.

STUÐNINGUR VIÐ FRÆÐSLU OG VINNUSMIÐJUR (800.000 kr)

Kraumur styður við við dagskrá fyrir ungt tónlistarfólk, kennslu og fræðslu á Tónlistarhátíð unga fólksins sem haldin verður í annað sinn í Kópavogi í águst (400.000 kr). Kraumur styðjur jafnframt við Reykjavik Jazz Performance Workshop námskeið og vinnusmiðjur sem til stendur að halda í fyrsta sinn í ár í tengslum við Jazzhátíð í Reykjavík (400.000 kr).

STUÐNINGUR VIÐ TÓNLEIKA UNGRA LISTAMANNA Á LISTAHÁTÍÐ (1.000.000 kr)

Kraumur styður við tónleika ungra tónlistamarmanna á Listahátíð í Reykjavík og er samstarfsaðila Stofutónleika hátíðarinnar sem verða haldnir á heimilum og í æfingahúsnæðum Listahátíðarhelgina 22. til 24. maí. Sérstakt umsóknarferli var um að koma fram á Stofutónleikunum og valnefnd skipuð fulltrúum Listahátíðar í Reykjavík, Félags íslenskra tónlistarmanna (FÍT) og Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) sá um val listamanna.

Þeir listamenn sem Kraumur styður við tónleikahald eru; Vicky sem halda tónleika í heimahúsi á Holtsgötu, Bloodgroup sem bjóða til tónleika æfingahúsnæði sínu á Eyjaslóð, Nordic Affect sem leika barrokk í Þingholtunum, Kristjana Stefáns og Agnar Már Magnússon sem verða með djass í Breiðholti, Ólöf Arnalds sem heldur tónleika á heimili sínu í Ingólfsstræti, Reykjavík! sem halda tónleika í æfingarými sínu og fleiri hljómsveita á Smiðjustíg, Amiina sem halda tónleika í húsi Hannerar Hafsteins á Grundastíg, raftónlistarmennirnir Yagya, Anonymous, og Biogen halda Wierdcore samkomu í Hellinum á Hólmaslóð og loks mun kúabjöllusveit alþýðunnar FM Belfast, yngsti rappari landsins MC Plútó og popp-rokk-bossanova bandið Retro Stefson sameinast í að bjóða tónleikagestum í heimsókn í heimahús á Ingólfsstræti.

Kraumur leggur tónleikunum lið með 1.000.000 kr framlagi, m.a. til að standa straum af launum yngri listamanna.

INNRÁSIN HELDUR ÁFRAM (1.600.000 kr)

Kraumur ýtti í fyrra úr vör nýju átaki til stuðnings tónleikahaldi á landsbyggðinni. Innrásin heldur áfram af fullum krafti í ár þar sem markmiðið er að auka við möguleika listamanna og hljómsveita til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni.

Þau verkefni sem nú hljóta Innrásar-stuðning eru; tónleikaferð félagskaparins Trúbatrix (400.000 kr) sem er nýtt tengslanet ungra íslenskra tónlistarkvenna sem hafa m.a. fagnað gróskunni í Íslenskri kvenna tónlist með reglubundnu tónleikahaldi á Kaffi Rósenberg, tónleikaferð Árstíða, Svavars Knúts og Helga Vals (400.000 kr) um byggðir landsins í samstarfi við Rás 2, tónleikaferð Sudden Weather Change og fleiri sveita (400.000 kr) undir merkjum Sumargleði Kimi Records á Lunga hátíðina á Egilstöðum og fleiri áfangastaði, tónleika Momentum og ýmissa rokksveita tengdum Molestin Records félagskapnum á Eistnaflugi sem teknir verða upp til útgáfu og tónleikaferð rokksveitarinnar Nögl (200.000 kr) sem ætlar sér að fá hljómsveitir í plássunum sem þeir heimsækja til að spila með sér á hverjum tónleikum fyrir sig.