Posts Tagged ‘Útrás’

Oyama landa plötusamningi í Japan

Wednesday, April 23rd, 2014

Hljómsveitin Oyama hefur haft hljótt um sig undanfarið en hefur þó sannarlega haft í nógu að snúast

Fyrir utan að hafa verið talsvert á farandsfæti það sem af er ári með tónleikahaldi á hátíðum á borð við Air d’Islande í Frakklandi og Eurosonic í Hollandi hefur sveitin unnið hörðum höndum að sinni fyrstu breiðskífu sem áætlað er að komi út síðar á árinu, en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu frá því að Oyama gáfu út stuttskífuna I Wanna í byrjun síðasta árs.

Væntanlega plötu vinna þau með Pétri Ben og hafa þegar tekið upp grunna í Sundlauginni hljóðveri auk þess sem þau taka upp parta sjálf.

En það er ekki allt: Oyama skrifuðu nýverið undir plötusamning við japanska plötufyrirtækið Imperial Records, en fyrirtækið er  stór hluti af JVC hljómflutningsfyrirtækinu.

Samningurinn við Imperial felur meðal annars í sér tónleika þar ytra og stendur sveitin nú í ströngu við að safna fé fyrir fyrirhugaða tónleikaferð í Japan.

Liður í því eru tónleikar næstkomandi fimmtudag (24. apríl) á Gauknum, en ásamt Oyama koma fram hljómsveitirnar kimono og Sin Fang.

Húsið opnar klukkan 21,  tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22 og kostar 1500 krónur inn.

Forsmekk af nýjum lögum Oyama má heyra í eftirfarandi klippum frá KEXP stöðinni sem teknar voru upp á Airwaves:

https://www.youtube.com/watch?v=TnG_ggam5xs

https://www.youtube.com/watch?v=JHK910HniuY

Oyama er ein af fjölmörgum hljómsveitum sem eiga vinnuaðstöðu í menningarsetrinu Járnbraut sem Kraumur styrkti árið 2013 til góðra verka.

https://www.facebook.com/oyamaband

http://oyamaband.bandcamp.com/

- ljósmynd: magnusandersen

Of Monsters and Men gera það mjög gott

Friday, April 20th, 2012

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að hljómsveitin Of Monsters and Men hefur á stuttum tíma náð gríðarlega góðum árangri vestanhafs með sinni fyrstu plötu, My Head is an Animal. Hljómsveitin hefur nú ný lokið sínu fyrsta tónleikaferðalagi um Bandaríkin og það má með sanni segja að hér sé um raunverulegt meik að ræða en meðlimir sveitarinnar eru oftar en ekki hundeltir af aðdáendum.

Það vakti gríðarlega mikla athygli í síðustu viku þegar Of Monsters and Men skaust með sína fyrstu plötu alla leið í 6. sæti bandaríska Billboard-listans en þá var platan nýútkomin. 55 þúsund eintök seldust í þessari fyrstu söluviku og var platan My Head is an Animal einnig mest selda rokkplatan og mest selda nýbylgju- og háskólarokkið þá vikuna. Þess má geta að ná 6. sætinu á Billboard er íslendamet en besti árangur íslensks listamanns var 9. sætið en það var engin önnur en Björk Guðmundsdóttir sem náði þeim árangri með plötu sinni Volta. Ekki var árangurinn síðri hjá Of Monsters and Men í viku tvö en platan er nú í 12. sæti vinsældarlistans sem er frábær árangur. Það var árið 2010 sem OMaM vann Músíktilraunir Hins hússins og það var svo 2011 sem sveitin gerði útgáfusamning við Universal og hefur undirbúningur fyrir útgáfuna og Ameríkutúrinn, sem er nýlokið og styrktur af Kraumi tónlistarsjóði, staðið yfir lengi.

Tónleikaferið Of Monsters and Men um Bandaríkin og Kanada:

20. og 21. mars – Troubadour LA – (Uppselt)
22. mars – Independent , San Francisco – (Uppselt)
24. mars – Roseland Theatre, Portland Oregon – (Uppselt)
26. mars – Showbox Sodo, Seattle, WA – (Uppselt)
29. mars – Fine Line, Minneapolis, MN – (Uppselt)
30. mars – Park West, Chicago, IL, 1000 – (Uppselt)
31. mars – Columbus OH – CD101 Radio show – (Uppselt)
2. apríl – Washington DC – Black Cat – (Uppselt)
3. og 4. apríl – TLA – Philadelphia – (Uppselt)
5. apríl – Music Hall of Williamsburg, Brooklyn NY – (Uppselt)
6. apríl – Webster Hall, NYC – (Uppselt)
7. apríl – House of Blues, Boston – (Uppselt)
9. apríl – Club at Water Street Music Hall – Rochester NY – (Uppselt)
10. apríl – Jillian’s – Albany NY – (Uppselt)
11. apríl – La Sala Rossa, Montreal – (Uppselt)
12. apríl – Phoenix Concert Theatre – Toronto – (Uppselt)

Hér að ofan má sjá hvar hljómsveitin kom við á þessari fyrstu tónleikaferð sinni en Kraumur tónlistarsjóður styður við Of Monsters and Men í útrás þeirra vestanhafs en með í för var einnig Lay Low sem sá um að hita upp en Kraumur styður hana einnig. Það má reikna með því að þau hafi spilað fyrir rúmlega 18.000 manns í ferðinni en hér eru ekki taldir upp ótal tónleikar sem OMaM lék á í Texas þegar hún heimsótti tónlistarbransahátíðina South by Southwest sem fram fór dagana 14. – 18. mars.

Of Monsters and Men á Facebook

Lay Low á Facebook

Myndirnar voru teknar í House of Blues í Boston en þar var uppselt og tæplega 2500 manns á tónleikunum.

Sólstafir út um allt …

Wednesday, April 11th, 2012

Á síðasta ári sendi þungarokkssveitin Sólstafir frá sér hina epísku hljómplötu Svartir sandar. Platan sem er afar metnaðarfull (og tvöföld þar að auki) var meðal annars valin íslenska plata ársins í Morgunblaðinu, plata mánaðarins í Metal Hammer og komst á fjölmarga árslista hjá erlendum tónlistartímaritum og dagblöðum.

Sólstafir eru lagðir af stað í mikið ferðalag og verða á ferð og flugi um alla Evrópu langt fram á næsta haust, tvær tónleikaferðir og að þeim loknum taka við margar tónleikahátíðir en eins og sjá má hér að neðan byrjaði sveitin á að ferðast um Ísland í febrúar.

09. feb – Reykjavík, Ísland – Gamla Bíó
16. feb – Reykjavík, Ísland – Nasa
23. feb – Hvanneyri , Ísland – Kollubar
24. feb – Akureyri, Ísland – Græni Hatturinn
25. feb – Egilsstaðir, Ísland – Valaskjálf
03. mars – Reykjavík, Ísland – Nasa
09. mars – Reykjavík, Ísland – Bar 11
16. mars – Oberhausen, Þýskaland – Turbinenhalle
17. mars – Stuttgart, Þýskaland – LKA Longhorn
18. mars – Tilburg, Holland – O13
19. mars – Herford, Þýskaland – X
20. mars – Pratteln, Sviss – Z7
21. mars – Bologna, Ítalía – Estragon
22. mars – Graz, Austurríki – PPC
23. mars – Vín, Austurríki – Arena
24. mars – München, Þýskaland – Backstage
25. mars – Leipzig, Þýskaland – Hellraiser
26. mars – Hamborg, Þýskaland – Markthalle
27. mars – Berlín, Þýskaland – Postbahnhof
28. mars – Haarlem, Holland – Patronaat
29. mars – Saarbrucken, Þýskaland – Garage
30. mars – Gieben, Þýskaland – Hessenhalle
31. mars – Geiselwind, Þýskaland – Music Hall
1. apríl – Antwerp, Belgía – Trix
6. apríl – Oslo, Norway – Inferno Festival
8. apríl – Gerzat, France – Avrene Metalfest
Apr 13 – Tilburg, Holland – Roadburn Festival
19. apríl – Helsinki, Finland
20. apríl – Tampere, Finland
21. apríl – Jyväskylä, Finland
22. apríl – Oulu, Finland
23. apríl – Turku, Finland
02. júní – Nijmegen, Holland – Forta Rock
15. júní – Clisson, France – Hellfest
18. júní – Alba Iulia Fortress, Romania – Dark bombastic evening
12. júlí – Neskaupsstaður, Ísland – Eistnaflug
20. júlí – Turku, Finnland – Hammer Open Air
10. ágúst – Þýskaland – Party-San Open Air
11. Ágúst – Tékkland – Brutal Assault Open Air
19. ágúst – Fekete Zaj, Ungverjaland
15. sept. – Dettelbach, Germany – Fimbul Festival

Kraumur tónlistarsjóður er stoltur stuðningsaðili við útrás Sólstafa.

Hér má sjá hið kynngimagnaða myndband við lagið Fjara.

Heimasíða Sólstafa.

Facebook

Anna Þorvaldsdóttir sendir frá sér Rhizoma

Monday, October 31st, 2011

Í síðustu viku kom út Rhizoma, fyrsta plata Önnu Þorvaldsdóttur tónskálds hjá bandaríska útgefandanum Innova Recordings, en það er Naxos sen sér um dreifingu plötunnar.

Á Rhizoma er að finna þrjú stærri verk fyrir hljómsveit og kammerhljómsveit auk fimm stuttra kafla fyrir slagverksleikara sem leikur á innviði flygils.

Anna Þorvaldsdóttir hlaut styrk frá Kraumi tónlistarsjóði til að vinna að undirbúningi og kynningu Rhizoma.

Platan er m.a. fáanleg á iTunes og Amazon.

www.annathorvalds.com

Get it Together kemur út í Evrópu

Sunday, April 3rd, 2011

Hljómsveitin Dikta á siglingu. Í síðasta mánuði kom nýjasta breiðskífa sveitarinnar, sem gerð var með stuðningi Kraums, út í Þýskalandi, Sviss og Austurríki.

Þann 11. mars kom breiðskífa Dikta, Get it Together, út í Þýskalandi, Sviss og Austurríki hjá plöuútgáfunni Smarten-up. Plötunni er dreift gegnum hið goðsagnakennda Rough Trade plötumerki.

Dikta hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og leikið á fjölmörgum tónleikum í Bretlandi og meginlandi Evrópu á þessu ári, m.a. tónlistarhátíðunum Eurosonic í Hollandi og SxSW í Texas sem eru með mikilvægustu tónlistarhátíðum Evrópu og Ameríku við kynningu á nýrri tónlist og listamönnum.

Tónleikaferð í kjölfar útgáfunnar er fyrirhuguð um Þýskaland í næsta mánuði.

16.05.2011 Köln, Gebäude 9
17.05.2011 Hamburg, Knust
18.05.2011 Münster, Gleis 22
19.05.2011 Oberhausen, Zentrum Altenberg
20.05.2011 Marburg, KFZ
21.05.2011 Dresden, Beatpol
24.05.2011 München, 59:1
25.05.2011 Erlangen, E-Werk
26.05.2011 Berlin, Magnet

FM Belfast hljóma um heimsbyggðina

Friday, November 19th, 2010

Hljómsveitin FM Belfast hefur spilað á um 70 tónleikum á erlendri grundu á árinu í samstarfi við og með stuningi Kraums.

Hljómsveitin FM Belfast hefur verið á faraldsfæti frá því í byrjun þessa árs og leikið á um 70 tónleikum erlendis á árinu – m.a. á Hróaskeldu, Roskilde, og Spot Festival í Danmörku, Traena Festival í Noregi, Montreux Jazz Festivalí Frakklandi og Off festival í Póllandi. Sveitin hefur nú nýlokið ferðalagi um Evrópu sem hófst 6. nóvember í Antwarpen og lýkur 4. desember í Aþenu.

Vinna við næstu hljómplötu FM Belfast hefur staðið yfir í hléum á milli á tónleikaferða, en sveitin ráðgerir að fylgja eftir frumburði sínum How to Make Friends eftir í byrjun næsta árs með útgáfu á nýrri plötu. Sveitin gerði mikla lukku á nýafstaðinni Iceland Airwaves hátíð í Reykjavík og mun næstu vikurnar halda vinna áfram að vinna í nýju plötunni.

Að sögn FM Belfast hafa tónleikaferðir sveitarinnar gengið vel og góður árangur náðst í að kynna tónlist og fyrstu plötu sveitarinnar – þar sem stuðningur Kraums hefur skipt miklu máli.

“Sú mikla vinna sem hljómsveitin hefur lagt í verkefnið undanfarin 4 ár er að skila sér. Styrkurinn frá Kraumi tónlistarsjóð var hljómsveitinni afar mikilvægur því þrátt fyrir að hafa nú þegar spilað á 64 tónleikum erlendis það sem af er árinu er reksturinn í járnum. Það hefur þó gengið upp að kjarni hljómsveitarinnar hefur getað einbeitt sér að verkefninu þennan tíma.” (FM Belfast)

Listi yfir tónleika FM Belfast frá maí til september 2010:
Day    Date    Country    Town    Venue / Festival
Tue    4.maí    DE    Berlin    Magnet Club
Wed    5.maí    CZ    Prague    Roxy
Fri    7.maí    AT    Vienna    B72
Sat    8.maí    AT    Salzburg    Yeah! Club @ Rockhouse
Sun    9.maí    DE    Munich    Crux
Mon    10.maí    DE    Regensburg    Heimat
Wed    12.maí    FR    Amiens    La Lune Des Pirates
Thu    13.maí    FR    Rennes    Rock & Solex Festival
Fri    14.maí    NL    Den Haag    Walk The Line Festival
Sun    16.maí    BE    Brussels    Les Nuits Botanique Festival
Tue    18.maí    UK    London    White Heat @ Madame JoJo’s
Thu    20.maí    UK    Belfast (fly in)    Sketchy @ Stiff Kitten
Fri    21.maí    UK    London    Stag & Dagger Festival
Sat    22.maí    DK    Århus (fly in)    SPOT Festival
Sun    23.maí    DE    Hamburg    Haus 73
Tue    25.maí    DE    Frankfurt    Das Bett
Wed    26.maí    CH    Neuchatel    Case à Chocs
Thu    27.maí    CH    Zurich    Hive
Fri    28.maí    CH    Burgdorf    Cupola Festival
Sat    29.maí    DE    Neustrelitz (fly in)    Immergut Festival
Fri    18.jún    DE    Schessel    Hurricane Festival
Sat    19.jún    DE    Würzburg    Southside Festival
Sun    20.jún    ES    Madrid    Dia De La Musica Festival
Fri    25.jún    DE    Lärz    Fusion Festival
Sat    26.jún    FR    Evreux    Le Rock Dans Tous Ses Etats
Mon    28.jún    PL    Poznan    Malta Festival @ Culture Passage
Thu    1.júl    FR    Belfort    Eurockéennes Festival
Sat    3.júl    DK    Roskilde    Roskilde Festival
Thu    8.júl    BE    Liege    Les Ardentes
Sat    10.júl    NO    Traena    Traena Festival
Thu    15.júl    FO    Faroe Islands    G Festival
Fri    16.júl    CH    Montreux    Montreux Jazz Festival @ Jazz Café
Sat    17.júl    FR    Carhaix-Plouguer    Festival des Vieilles Charrues
Tue    20.júl    NL    Nijmegen    De Affaire
Wed    21.júl    FR    Paris    Nouveau Casino
Thu    22.júl    CH    Fribourg    Stone Hill Festival
Fri    23.júl    DE    Dornstadt    Obstwiesen Festival
Sat    24.júl    DE    Diepholz    Appletree Garden Festival
Fri    6.ágú    AT    Lustenau    Szene Festival
Sat    7.ágú    PL    Myslowice    OFF Festival
Thu    19.ágú    NL    Amsterdam    Paradiso
Fri    20.ágú    NL    Biddinghuizen    Lowlands
Sat    21.ágú    AT    St. Pölten    FM4 Frequency
Wed    1.sep    DK    Copenhagen    Lille Vega
Thu    2.sep    DK    Slagelse    Kultur Godset
Fri    3.sep    DK    Århus    Århus Festuge @ Voxhall
Sat    4.sep    DK    Bornholm    Wonder Festiwall
Thu    23.sep    IR    Dublin    Fringe Festival
Fri    24.sep    DE    Hamburg    Reeperbahn Festival
Sat    25.sep    DE    Berlin    Lido

Listi yfir tónleika FM Belfast í nóvember og desember 2010:
Day    Date    Country    Town    Venue / Festival
Sat    6.nóv    BE    Antwerp    De Nachten
Wed    10.nóv    NL    Harlem    Partonaat
Thu    11.nóv    DE    Potsdam    Waschhaus
Fri    12.nóv    DE    Munich    Atomic Cafe
Sat    13.nóv    DE    Stuttgart    Pop Not Pop Festival
Mon    15.nóv    DE    Cologne    Gebäude 9
Tue    16.nóv    FR    Paris    La Machine
Wed    17.nóv    CH    Zurich    Hive
Thu    18.nóv    CH    Bern    Bonsoir Club
Fri    19.nóv    CH    Lausanne    D!Club
Fri    26.nóv    NL    Utrecht    Le Guess Who?
Sat    27.nóv    ES    Barcelona    Razzmatazz
Sat    4.des    GR    Athens (fly in)    Plissken Festival

FM Belfast @ Festival des Vieilles Charrue, July 20 2010

Hlekkir
FM Belfast heimasíða
FM Belfast á Facebook

Mammút í Evrópu 2010

Friday, September 24th, 2010

Hljómsveitin Mammút komin heim úr tónleikaferð um Evrópu sem farin var í samvinnu við og með stuðningi Kraums.

Undirbúningur fyrir tónleikaferð hljómsveitarinnar Mammút til Evrópu stóð í nokkra mánuði. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sveitina og aðra plötu hennar, Karkari, í Þýskalandi og þýskumælandi löndum þar sem hún kom út á vegum Rough Trade útgáfunnar fyrir tæplega ári.

Alls lék sveitin 16 tónleikum á 17 dögum:

Jul 22 – Superkronik – (Leipzig, DE)
Jul 23 – Kino – (Ebensee, AT)
Jul 24 – Kuahgartn Open Air – (Babensham St. Leonhard, DE)
Jul 25 – Eier mit Speck Festival – (Viersen, DE)
Jul 27 – Am Schluss Festival – (Thun, CH)
Jul 28 – Sonic Ballroom – (Cologne, DE)
Jul 29 – Hafen 2 – (Offenbach, DE)
Jul 30 – Krach Am Bach – (Beelen, DE)
Jul 31 – Lott Festival – (Raversbeuren, DE)
Aug 1 – Astra Stube – (Hamburg, DE)
Aug 2 – White Trash – (Berlin, DE)
Aug 3 – Old Kino – (Slavonice, CZ)
Aug 4 – Tabacka Kulturfabrik – (Kosice, SK)
Aug 5 – Tüzraktér – (Budapest, HU)
Aug 6 – STUCK! 2010 @ Rockhouse – (Salzburg, AT)
Aug 7 – Stadtgarten – (Erfurt, DE)

Að sögn sveitarinnar gengur flestir þessara tónleika vonum framar, en eftirminnilegastir eru eftirtaldir:

Am Schluss í Sviss: Thun er fallegasta borg Sviss og þó víðar væri leitað, spiluðum á torgi einu niðrí bæ sem staðsett var á árbakka við hliðina á risastóru parísarhjóli. Þar voru samankomnir um 2000 manns sem einungis komu til að sjá Mammút.

Old Kino í Tékklandi: Leit illa út í fyrstu, pínulítill bær og slæmur tónleikastaður, en svo troðfylltist húsið og myndaðist þvílík stemning, sú besta á túrnum. Börn, unglingar, fullorðnir og gamalmenni dönsuðu þar saman trylltan dans og sungu jafnvel með á tímabilum. Kona ein með tárin í augunum gaf Kötu söngkonu svo armband eftir tónleikana.

STUCK! 2010 í Þýskalandi: Stærsta hátíðin sem spilað var á, kringum 8000 manns sem á hlýddu. Magnað í alla staði.

Eftir alla tónleika settust meðlimir bandsins niður og seldu geislaplötur og stuttermaboli af miklum móð. Svo skemmtilega (eða illa) vildi til að allar plötur Mammút seldust upp þegar um 10 tónleikar voru að baki og brá þá sveitin á það ráð að skrifa diska í tölvu sem með var í för og föndra fallegar skreytingar og myndir og búa til úr þeim umslög, að eigin sögn með misjöfnum árangri.

Mammút segir;

Þó svo að svona ferð sé vissulega snarasta snilld og oft mikið um dýrðir og húllumhæ þá er þetta líka mikil vinna, lýjandi á köflum og engan veginn gefins.

Peningar eru afar mikilvægir til að svona verkefni geti gengið vel fyrir sig og er í raun algjör forsenda þess að þetta sé yfirleitt gerlegt. Þar kom styrkur Kraums sér afar vel svo vægt sé til orða tekið.

Það er okkar einlæga mat að hefði styrkur Kraums ekki verið fyrir hendi hefði ferð þessi verið illfær og jafnvel ófær með öllu nema meðlimir Mammút hefðu ákveðið að stofna sér og sínum nánustu í skuldafangelsi. Og það er nú ekki ákjósanlegur kostur.

Við þökkum því Kraumi innilega fyrir stuðninginn og vonumst til að geta unnið meira með sjóðnum í nánustu sem og fjarlægri framtíð.

Kraumur þakkar á móti Mammút fyrir samstarfið. Góður árangur náðist í að bóka og skipuleggja ferðalagið, sem ekki síst má þakka dugnaði og sístækkandi tengslaneti sveitarinnar. Kraftur hennar við að koma sér og tónlist sinni á framfæri er greinilega farin að skila árangri í Þýskalandi, sem sífellt er að verða mikilvægari fyrir íslenska tónlistarmenn. Vonandi ryður þetta brautina fyrir frekari sigra Mammút og fleiri íslenskra tónlistarmanna í Þýskalandi og nágrenni.

Daníel Bjarnason fær lofsamlega dóma

Monday, September 13th, 2010

Tónskáldið og hljómsveitastjórinn Daníel Bjarnason fær lofsamlega dóma fyrir breiðskífu sína Processions. Kraumur vinnur með og styður Daníel við markaðsetningu plötunnar á erlendri grundu.

Daníel Bjarnason hóf kynningu á breiðskífu sinni Processions í mars á þessu ári með tónleikum í New York ásamt 17 manna hljómsveit. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Vicky Chow píanóleikari voru meðal þeirra sem skipuðu hljómsveit Daníels, en myndir frá tónleikunum má sjá hér.

Daníel hefur síðan leikið á fleiri tónleikum hérlendis sem erlendis, en meðal viðkomustaða hafa verið Moskva og Tallin. Hérlendis kom Daníel fram á tónleikum í Þjóðleikhúsinu þann 16. maí sem voru hluti af Listahátíð í Reykjavík og Whale Watching tónleikadagskrá Bedroom Community.

Daníel Bjarnason vinnur nú að nýju verki með tónlistarmanninum Ben Frost sem er undir áhrifum frá kvikmynd Andre Tarkovsky Solaris og verður flutt á Unsound tónlistarhátíðinni með 28 átta manna sinfóníusveit Krakow-borgar. Meira hér.

Procession hefur fengið frábæra dóma í fjölmörgum fjölmiðlum erlendis. Má þar nefna  Drowned in Sound, Popmatters og Alarm Magazine sem gefur plötunni 9/10 í einkunn og segir plötuna vera með bestu útgáfum ársins 2010. Daníel hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2010 fyrir tónverkin á plötunni, auk þess sem platan var tilnefnd sem plata ársins í flokki Sígildrar tónlistar og samtímatónlistar.

Daníel Bjarnason hefur unnið að útsetningum með fjölda innlendra tónlistarmanna og má þar nefna Sigur rós, Hjaltalín, Amiina og Ólöf Arnalds. Daníel er jafnframt einn af stofnendum og stjórnandi kammersveitarinnar Ísafold. Breiðskífa Ísafoldar ‘All Sounds to Silence Come’ hlaut Kraumsverðlaun – viðurkenningu Kraums á sviði plötuútgáfu árið 2008. Áætlað er að Daníel muni vinna með dönsku hljómsveitinni Efterklang í byrjun næsta árs að útsetningum fyrir tónleikaferð og nýrri breiðskífu.

“Processions deserves to be [Bjarnason’s] global breakthrough. It’s the sound of fire and instinct, the musical equivalent of a controlled burn. Perhaps all sounds to silence come, but thanks to Bjarnason, that sonic Armageddon seems a long distance away.”
Richard Allen — The Silent Ballet

“Of course, although it might often sound like complete chaos, with Bjarnason unable to keep a lid on the rage that boils within, Processions obviously required a degree of technical virtuosity akin to the ‘death jazz’ of The Thing and Soil And Pimp Sessions it occasionally resembles; that Bjarnason is leading an entire orchestra through this maelstrom even more impressive than a jazz trio soloing around each other. That, and the fact that this so-called ‘classical’ music makes even the most aggressive members of the jazz, electronic or metal avant-garde sound about as scary as Cliff Richard.”
Paul Clarke — Drowned in Sound

“Processions is the first full-length release for Bjarnason, who only recently turned 30. Clearly, he already possesses a wealth of knowledge about the history of classical (or classical-esque) music. For someone so young to have that knowledge and deploy it to deconstruct the music itself is mind-boggling and leaves listeners wondering what Bjarnason will break next.”
Erin Lyndal Martin — Popmatters.com

Kraumur styður og vinnur með Daníel Bjarnassyni að kynningu Processions á erlendum vettvangi.

Hlekkir

Ólöf Arnalds: Plata, myndband og tónleikaferð

Friday, August 27th, 2010

Ólöf Arnalds frumsýnir nýtt myndband við lagið “Crazy Car” og heldur í tónleikaferð þar sem hún leikur meðal annars með stórstjörnunum í Air í Frakklandi og Blonde Redhead í Bandaríkjunum.

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds heldur í heilmikla tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin í vetur í kjölfar útgáfu annarrar breiðskífu sinnar; Innundir skinni, sem kemur út þann 13. september hérlendis sem erlendis. Í tónleikaferðinni mun Ólöf meðal annars leika á undan stórstjörnunum í Air á fernum tónleikum í Frakklandi í nóvember og vítt og breytt um Bandaríkin með Blonde Redhead í nóvember og desember.

Alls er búið að staðfesta 32 tónleika fyrir ferðina, sem hefst á End of the Road Festival í Bretlandi 12. september og lýkur Austin, Texas.

Nýtt myndband við lag á plötunni, “Crazy Car”, hefur nú verið frumsýnt á bandarísku tónlistarsíðunni Stereogum. Lagið er eitt af þremur lögum plötunnar sem Ólöf syngur á ensku. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson leggur Ólöfu lið í laginu og myndbandinu, sem hann leikstýrir ásamt Asdís Sif Gunnarsdóttir. Mynbandið má finna hér að neðan.

Innundir skinni kemur út mánudaginn 13. september hjá One Little Indian plötuútgáfunni erlendis og hjá Smekkleysu hér á Íslandi. Meðal þeirra sem leggja Ólöfu lið á plötunni eru Skúli Sverrisson, Davið Þór Jónsson, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Daníel Bjarnason, Matthías Hemstock, Róbert Reynisson, Ragnar Kjartansson og Björk. Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós stjórnar upptökum á plötunni, klíkt og hann gerði á síðustu og fyrstu plötu Ólafar, Við og við, sem kom út hjá 12 tónum árið 2007.

Kraumur tónlistarsjóður hefur unnið með Ólöfu Arnalds og stutt við tónleikhald hennar, kynningu á erlendum vettvangi og plötugerð Innundir skinni frá árinu 2008.

Innundir skinni – Tónleikferð:
09/12 – Salisbury, UK @ End of the Road Festival
09/14 – London, UK @ Bush Hall
09/15 – Bristol, UK @ Louisiana
09/16 – Manchester, UK @ Dulcimer
09/18 – Glasgow, UK @ Captain’s Rest
09/20 – Brussels, Belgium @ Botanique
09/21 – Berlin, Germany @ Private Club
09/23 – Hamburg, Germany @ Reeperbahm
09/24 – Dublin, Ireland @ Dublin Fringe Festival
09/25 – Paris, France @ Eustache
10/08 – Philadelphia, PA @ First Unitarian Chapel
10/09 – NY, NY @ Joe’s Pub
10/11 – Washington DC @ IOTA
10/15 – Columbus, OH @ Wexner Center
10/18 – Chicago, IL @ Schubas
11/03 – Brest, France @ La Carene *
11/04 – Caen, France @ Le Cargo *
11/05 – Paris, France @ Le Manege *
11/06 – Firminy, France @ De La Maison De La Culture *
11/14 – San Diego, CA @ House Of Blues ^
11/15 – Pomona, CA @ The Glass House ^
11/16 – Los Angeles, CA @ The Music Box ^
11/19 – San Francisco, CA @ Warfield Theater ^
11/20 – Portland, OR @ Roseland Theater ^
11/21 – Vancouver, BC @ Commodore Ballroom ^
11/24 – Seattle, WA @ Showbox at the Market ^
11/26 – Salt Lake City, UT @ The Depot ^
11/27 – Denver, CO @ Ogden Theater ^
11/29 – Houston, TX @ Warehouse Live Studio ^
11/30 – Dallas, TX @ Granada Theater ^
12/01 – Austin, TX @ La Zona Rosa ^

Seabear í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum

Friday, August 13th, 2010

Hljómsveitin Seabear leikur vítt og breytt um Evrópu og Ameríku í kjölfar útgáfu á annari breiðskífu sinnar ‘We Built a Fire’, með stuðningi og í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð.

Hljómsveitin Seabear hlaut styrk frá Kraumi til að halda erlendis á tónleikaferðalag fyrr á árinu. Í fyrstu tónleikaferðinni var haldið til Þýskalands og Austurríkis. Tónleikar gengu vonum framar. Vel var mætt á alla tónleika og ný plata sveitarinnar, ‘We Built a Fire’ sem þá var formlega ekki komin út, seldist að sögn meðlima sveitarinnar mjög vel. Góð aðsókn í Þýskalandi og nágrannalöndum má hugsanlega tengja við það að plötufyrirtækið Morr Music, sem Seabear gefur út hjá, er frá Þýskalandi.

 • 28/02/10 : Feinkostlampe ˆ Hannover (D)
 • 01/03/10 : Steinbruch ˆ Duisburg (D)
 • 02/03/10 : Hafenklang ˆ Hamburg (D)
 • 03/03/10 : Nato ˆ Leipzig (D)
 • 04/03/10 : Festsaal ˆ Kreuzberg (D)
 • 05/03/10 : Beatpol ˆ Dresden (D)
 • 06/03/10 : 59to1 ˆ Munich (D)
 • 07/03/10 : B72 ˆ Vienna (A)

Hljómsveitin ferðaðist um á 9 manna bíl og gisti á hótelum í hverri borg fyrir sig. Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að kynna nýju plötu sveitarinnar. Platan seldist eins og áður sagði vel ásamt öðrum fylgihlutum sem Seabear selur á borð við boli og töskur.

“Stuðningur Kraums nýttist vel því á þessu ferðalagi þurfti að borga hljóðmanni ásamt tveimur auka hljóðfæraleikurum, sem ekki eru í hljómsveitinni. Aðrir kostnaðarliðir eru: Bensín, hótel (sumsstaðar) ásamt ýmsu öðru sem þarf að leggja út í svona ferðalagi.”
segir Sóley Stefánsdóttir úr Seabear um stuðning Kraums við tónleikhaldið í Þýskalandi

Svipaða sögu er að segja frá tónleikaferð Seabear um Bandaríkin og Kanada, sem farin var frá 17.mars-2.apríl. Góð mæting og áhugi á tónlist sveitarinnar. Þar spilaði Seabear á eftirfarandi stöðum:

Seabear byrjaði ferðalagið í Austin þar sem spilaði á einni stærstu tónlistarhatíð heims, South By Southwest, auk fjölda aukatónleika í borginni. Tónleikarnir gengu mjög vel og var hljómsveitinni vel tekið. Eftir South by southwest lá leiðin upp austurströndina og tónleikaröðin var eins og sjá má hér fyrir neðan. Tónleikar gengu vel en á þessum tíma var platan komin út og því aðeins minna að gera í plötusölu á sjálfum tónleikunum, enda platan komin í verslanir.. Engu að síður seldust bolir og aðrir fylgihlutir vel – sem skiptir hljómsveitina miklu til að ná endum saman.

 • Wed. Mar 17: Austin, TX @ SXSW
 • Thu. Mar 18: Austin, TX @ SXSW
 • Fri. Mar 19: Austin, TX @ SXSW
 • Tue. Mar 23: Washington, DC @ Black Cat backstage
 • Wed. Mar 24: Philadelphia, PA @ Kung Fu Necktie
 • Thu. Mar 25:  New York, NY @ Mercury Lounge
 • Fri. Mar 26: Brooklyn, NY @ Southpaw
 • Sun. Mar 28: Cambridge, MA @ TT the Bear’s
 • Tue. Mar 30: Montreal, QC @ L’escogriffe
 • Wed, Mar 31: Toronto, ON @ Horseshoe Tavern
 • Thu. Apr 01: Cleveland, OH @ Grog Shop
 • Fri. Apr 02: Chicago, IL @ Schuba’s

Tilgangur ferðarinnar var að svara eftirspurn og spila í Bandaríkjunum/Kanada þar sem Seabear hafði aldrei áður komið þangað. Einnig til að fylgja nýju plötu sveitarinnar ‘We built a fire’ eftir. Tónleikar eins og í Washington, Chicago, tvennir tónleikar í New York, Toronto gengu mjög vel og troðfullt var á þessum stöðum.

“Styrkur Kraums nýttist mjög vel á Bandaríkjatúrinn þar sem hljómsveitin þurfti að borga flugfarið fyrir alla í hljómsveitinni. Flugið er aðal kostnaðarliðurinn en eins og áður þá þurfti að borga hljóðmanni, tveimur aukahljóðfæraleikurum, “merch” manni, bensín, hótel (á mörgum stöðum), vegatoll ásamt ýmsu fleiru sem tengist því að ferðast.”
segir Sóley Stefánsdóttir úr Seabear um stuðning Kraums við tónleikhaldið í Bandaríkjunum

- Seabear fór síðan á 3 vikna langan Evróputúr í maí.
– Í september fer sveitin síðan aftur á Þýskalandstúr sem endar á festivali í Berlín
– Í Október fer sveitin á vesturströnd Bandaríkjanna
– Í Nóvember fer sveitin síðan til Evrópu

“Seabear vill senda allar sínar bestu kveðjur og þakkir til Kraums fyrir að hafa stutt okkur á þessum tónleikaferðalögum.”

Kraumur tónlistarsjóður er stoltur af stuðningi við tónleika Seabear, mikil ánægja ríkir með árangur sveitarinnar við kynningu á tónlist sinni og nýjustu breiðskífu.

Mammút til Evrópu

Wednesday, July 14th, 2010

Hljómsveitin Mammút heldur í tónleikaferð til Evrópu með stuðningi og í samstarfi við Kraum – leikur 16 tónleika  á 17 dögum.

Hljómsveitin Mammút hefur tónleikaferð sína um Evrópu á tónleikastaðnum Superkronik í Leipzig þann 22. júlí. Í framhaldinu taka við tónleikar víða um mið-Evrópu, m.a. á Am Schluss Festival í Sviss og Lott Festival í Þýskalandi. Tónleikaferðin er liður í kynningu Mammút á tónlist sinni og nýjustu breiðskífu, Karkari, í Evrópu með sérstaka áherslu á Þýskaland og þýskumælandi lönd á borð við Austurríki og Sviss.

Mammút var stofnuð sem stúlknatríó 2003 undir nafninu ROK, en fékk síðar nafnið Mammút þegar strákarnir bættust í hópinn. Mammút sigraði Músíktilraunir árið 2004 og gaf út fyrstu plötu sína árið 2006 samnefnd hljómsveitinni. Tveimur árum síðar kom önnur breiðskífa sveitarinnar, Karkari, út og fékk m.a. viðurkenningu Kraums fyrir að skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika sem ein af plötum Kraumslistans/Kraumsverðlaunanna.

Mammút hefur fylgt Karkari eftir með tónleikum víð landið og einnig leitað utan landsteinana með tónleikum í Noregi, Þýskalandi og fleiri stöðum. Þetta er stærsta tónleikaferð sveiterinnar erlendis til þessa.

Mammút í Evrópu – Dagskrá:
Jul 22 – Superkronik – (Leipzig, DE)
Jul 23 – Kino – (Ebensee, AT)
Jul 24 – Kuahgartn Open Air – (Babensham St. Leonhard, DE)
Jul 25 – Eier mit Speck Festival – (Viersen, DE)
Jul 27 – Am Schluss Festival – (Thun, CH)
Jul 28 – Sonic Ballroom – (Cologne, DE)
Jul 29 – Hafen 2 – (Offenbach, DE)
Jul 30 – Krach Am Bach – (Beelen, DE)
Jul 31 – Lott Festival – (Raversbeuren, DE)
Aug 1 – Astra Stube – (Hamburg, DE)
Aug 2 – White Trash – (Berlin, DE)
Aug 3 – Old Kino – (Slavonice, CZ)
Aug 4 – Tabacka Kulturfabrik – (Kosice, SK)
Aug 5 – Tüzraktér – (Budapest, HU)
Aug 6 – STUCK! 2010 @ Rockhouse – (Salzburg, AT)
Aug 7 – Stadtgarten – (Erfurt, DE)

Hlekkir
Mammút á MySpace

Mammút á Facebook
Mammút á gogoyoko

Daníel Bjarnason sækir út

Friday, June 11th, 2010

Daníel Bjarnason vinnur með dönsku hljómsveitinni Efterklang og leikur á tónleikum í New York, Moskvu, Tallin og Krakow

Hljómsveitastjórinn og tónskáldið Daníel Bjarnason hefur fengið mikið lof fyrir fyrstu breiðskífu sína Processions. Platan kemur út hérlendis og á alþjóðavettvangi á vegum plötuútgáfunnar Bedroom Community og undanfarið hefur Daníel leikið á tónleikum erlendis til kynningar á plötunni.

Daníel hélt tónleika New York ásamt 17 manna hljómsveit þann 1. mars síðastliðinn – auk Sam Amidon og dönsku sveitinni Efterklang.  Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Vicky Chow píanóleikari voru meðal þeirra sem skipuðu hljómsveit Daníels, en myndir frá tónleikunum má sjá hér.

Í kjölfar tónleikana fór Daníel í viðtal hjá John Schaeffer á WNYC í þættinum New Sounds, sem er víðfrægur fyrir að kynna og fjalla um nýja og spennandi hluti í tónlist.  Þátturinn er aðgengilegur á netinu hér.

Daníel hefur síðan leikið á fleiri tónleikum hérlendis sem erlendis. Hann kom fram á Listahátíð í Reykjavík í Þjóðleikhúsinu þann 16. maí sem hluti af Whale Watching tónleikadagskrá Bedroom Community. Hann spilaði í Mosvku og Tallin í byrjun júní ásamt Valgeiri Sigurðssyni og Sam Amidon.

Framundan er síðan stórt samvinnuverkefni með Ben Frost í tengslum við Unsound tónlistarhátíðina í Kraká í Póllandi sem er haldin 17.-24. október og tónleikar með Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveit Íslands 16. 18. og 19. júní  í Háskólabíó, þar sem Daníel stjórnar tónleikunum og útsetur eitt lag.

Daníel mun vinna með dönsku hljómsveitinni Efterklang að útsetningum fyrir tónleikaferð hjá þeim í byrjun næsta árs. Auk þess munu í haust fara fram upptökur fyrir næstu breiðskífu hans sem er áætlað að komi út í byrjun næsta árs.

Processions hefur fengið góða dóma í fjölmörgum tónlistarmiðlum og má þar nefna Drowned in Sound, Popmatters og Alarm Magazine sem gefur plötunni 9/10 í einkunn og segir hana muni toppa mrga árslistana. Daníel hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2010 fyrir tónverkin á plötunni, fyrir tónverkin á plötunni Processions auk þess sem platan var tilnefnd sem plata ársins í flokki Sígildrar tónlistar og samtímatónlistar.

Hlekkir

Feldberg á Great Escape

Thursday, May 27th, 2010

Feldberg á Great Escape hátíðinni og í Dazed & Confused.

Feldberg gerði góða för á bresku tónlistarhátíðina The Great Escape í Brighton 13.-15. maí. Dúettinn spilaði á sviði sem kallast Audio venue – Levi’s Ones To Watch við góðar viðtökur og athygli, sem m.a. skilaði sér í umfjöllun tímaritsins Dazed & Confused.

The Great Escape hátíðin þykir leiðandi í Evrópu fyrir nýja tónlist og sótt af fjölmörgum starfsmönnum tónlistarbransans. Samtals sækja um 15.000 manns hátíðina. Þar af þeim eru 5000 manns úr tónlistar- og útgáfubransanum.

Feldberg lék jafnframt á þrennum tónleikum í London í lok apríl í tilefni þess að lagið ‘Dreamin’ af breiðskífu þeirra Don’t Be a Stranger er komið í alþjóðlega dreifingu gegnum plötuútgáfuna Kitsuné. Feldberg léku á jafnframt útgáfutónleikum fyrir safnplötuna Kitsuné Masion 9, sem inniheldur lagið, í byrjun maí mánaðar. Lagið, sem var valið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2009, er væntanlegt á smáskífu síðar í ár.

The Great Escape 2010: Feldberg & Japandroids
Feldberg í tímartinu Dazed & Confuesed

Fleiri hlekkir:

Ólafur Arnalds gefur út ….and the have escaped the wieght of darkness

Tuesday, May 18th, 2010

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gefur út breiðskífu með stuðningi Kraums.

Önnur breiðskífa Ólafs Arnalds, ….and the have escaped the wieght of darkness, er komin út hérlendis sem og á erlendum vettvangi á vegum Erased Tapes. Platan fer með hlustandan í ferðalag gegnum ýmsar stefnur og strauma þar sem blandað er saman klassík, poppi, rokki og raftónlist.

Barði Jóhannsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Bang Gang,  var Ólafi til aðstoðar við upptökustjórn og hljóðblöndun. Á plötunni er m.a. að finna lagið ‘Hundred Reasons’ sem er samstarfsverkni Ólafs og Hauks Heiðars söngvara hljómsveitarinnar Dikta.

….and the have escaped the wieght of darkness kemur út með stuðningi Kraums tónlistarsjóðs – sem styrkti Ólaf við gerð plötunnar.

Plötunni hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu víða og er þegar farin að fá góða dóma hjá innlendum sem erlendum fjölmiðlum;

‘Precocious Nordic composer’s sumptuous second LP … Timeless and sublime’
**** – UNCUT

‘An artist of immense maturity’ (9/10)
Drowned In Sound

Hlekkir
Ólafur Arnalds á MySpace
Ólafur Arnalds heimasíða

Seabear á erlendri grundu

Tuesday, May 11th, 2010

Hljómsveitin Seabear leikur vítt og breitt um Evrópu.

Hljómsveitin Seabear fylgir annarri breiðskífu sinni, We Built a Fire, með tónleikahaldi víða um Evrópu. Platan kemur út hjá Morr Music í Evrópu og Bandaríkjunum. Svetin spilaði nýlega á fjölmörgum tónleikum vestanhafs,  m.a. á SxSW hátíðinni sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims, við góðar viðtökur og dóma. Lag af We Built a Fire var nýlega notað í bandarísku sjónvarpsþáttunum Grey’s Anatomy.

Kraumur styður og vinnur með Seabear að kynningu We Built a Fire erlendis.

Fylgis með Seabear hér:

Seabear – Tónleikadagskrá
30/04/2010  –  POSTEN  –  Odense (DK)  –  GET YOUR TICKETS
01/05/2010  –  TEMPLET  –  Lyngby (DK)  –  GET YOUR TICKETS
03/05/2010  –  MEJERIET CAFE  –  Lund (SE)  –  GET YOUR TICKETS
04/05/2010  –  PUSTERVIKSBAREN  –  Gothenburg (SE)  –  GET YOUR TICKETS
05/05/2010  –  DEBASSER SLUSSEN  –  Stockholm (SE)  –  GET YOUR TICKETS
06/05/2010  –  VOXHALL  –  Aarhus (DK)  –  GET YOUR TICKETS
08/05/2010  –  UNTERGRUND  –  Bochum (D)  –  GET YOUR TICKETS
09/05/2010  –  GEBÄUDE 9  –  Köln (D)  –  GET YOUR TICKETS
10/05/2010  –  BITTERZOET  –  Amsterdam (NL)  –  GET YOUR TICKETS
11/05/2010  –  CAFE VIDEO  –  Gent (B)  –  NO PRESALE
12/05/2010  –  LE NUITS DE BOTANIQUE  –  Brussel (B)  –  GET YOUR TICKETS
13/05/2010  –  ROEPAEN  –  Ottersum (NL)  –  GET YOUR TICKETS
14/05/2010  –  EXIT07  –  Luxembourg (LUX)  –  GET YOUR TICKETS
15/05/2010  –  GREAT ESCAPE FESTIVAL  –  Brighton (UK)  –  GET YOUR TICKETS
16/05/2010  –  BRUDENELL  –  Leeds (UK)  –  GET YOUR TICKETS
17/05/2010  –  GARAGE  –  London (UK)  –  GET YOUR TICKETS
18/05/2010  –  START THE BUS  –  Bristol (UK)  –  TBA.
19/05/2010  –  SPANKY VAN DYKE’S  –  Nottingham (UK)
20/05/2010  –  POINT EPHEMERE  –  Paris (F)  –  GET YOUR TICKETS
21/05/2010  –  GRAND MIX  –  Tourcoing (F)  –  GET YOUR TICKETS
22/05/2010  –  EKKO  –  Utrecht (NL)   –  GET YOUR TICKETS
12/08/2010  –  HALDERN POP BAR  –  Haldern (D)
13/08/2010  –  LES DOUX VENDREDIS D’AOUT  –  Namur (B)
14/08/2010  –  DOCKVILLE FESTIVAL  –  Hamburg (D)  –  GET YOUR TICKETS
15/08/2010  –  SOMMERSCEN  –  Malmö (SE)
11/09/2010  –  BERLIN FESTIVAL  –  Berlin (D)

Kraumur kynnir stuðning við íslenskt tónlistarlíf

Friday, April 16th, 2010

Rúmum tíu milljónum var veitt til 22 verkefna á sviði íslenskrar tónlistar. Kraumur tónlistarsjóður kynnti á fimmtudag (15. apríl) fyrstu úthlutanir sínar og stuðning við íslenskt tónlistarlíf, tónlistarmenn og hljómsveitir fyrir árið 2010.

Tuttugu listamenn og hljómsveitir hljóta beinan stuðning frá Kraumi og samstarf við verkefni sín á árinu; Bang Gang, Bloodgroup, Bryndís Jakobsdóttir, Daníel Bjarnason, Einar Scheving, Feldberg, FM Belfast, Hafdís Bjarnadóttir, Kammerkórinn Carmina, K-tríó, Leaves, Mammút, Ourlives, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Seabear, Sólstafir, Trúbatrix hópurinn og Víkingur Heiðar Ólafsson. Kraumur mun jafnfram halda áfram með eigin verkefni; m.a. að styðja við íslenska plötuútgáfu verðlauna framúrskarandi árangur á því sviði með Kraumslistanum – sem og halda Hljóðverssmiðjur í sumar með ungum og upprennandi hljómsveitum og listamönum.

Samtals er nú verið að veita 10,8 milljónum til margvíslegra verkefna á sviði íslenskrar tónlistar. Alls bárust 208 umsóknir í nýliðnu umsóknarferli. Yfir 180 umsóknir hlutu ekki styrk eða stuðning Kraums, og ljóst að mikill fjöldi flottra og verðugra verkefna hlutu ekki stuðning að þessu sinni. Yfirlýst stefna sjóðsins er að styrkja tiltölulega fá verkefni/listamenn, en gera það þannig að stuðningurinn sé afgerandi.

Áhersla er lögð á kynningu á íslenskri tónlist og verkum íslenskra listamanna á erlendri grundu í stuðningi Kraums að þessu sinni – auk stuðning við starfsemi listamanna og hljómsveita hérlendis; allt frá vinnu við lagasmíðar og upptökur á eigin verkum, til námskeiða og tónleikahalds á landsbyggðinni.

Kynningin og úthlutunin fór fram fimmtudaginn 15. apríl á Kaffi Rósenberg, einum helsta tónleikastað Reykjavíkurborgar. Þórunn Sigurðardóttir stjórnarformaður Kraums bauð fólk velkomið og greindi jafnframt frá því að vegna anna væri hún að hætta í stjórninni, eftir að rúmlega tveggja ára farsælt starf fyrir sjóðinn og hafa átt stóran þátt í að koma honum á laggirnar og leggja línurnar í starfsemi hans.  Pétur Grétarsson varaformaður tók við stjónarformennskunni. Eldar Ástþórsson framkvæmdastjóri Kraums greindi frá verkefnum sjóðsins og úhlutunum. Loks tóku Retro Stefson og Feldberg lagið við góðar undirtektir viðstaddra.

KYNNING Á ÍSLENSKRI TÓNLIST Á ERLENDUM VETTVANGI
Stærstu samstarfsstyrkina að þessu sinni fá hljómsveitin FM Belfast, við tónleikahald og kynningu á verkum sínum erlendri gundu, og tónskáldið Daníel Bjarnason við eftirfylgni og kynningarstarf á breiðskífu sinni Processions á alþjóðvettvangi. Kraumur styður bæði verkefnin um 1.000.000 króna hvort. Kraumur efnir sömuleiðis til samstarfs og stuðnings við Feldberg, Mammút, Ourlives, Ólöf Arnalds, Seabear, Samúel Jón Samúelsson Big Band og Sólstafir við að koma sér og verkum sínum á framfæri erlendis.

Daníel Bjarnason er klassískt tónskáld sem verið hefur iðinn við að brjóta niður þá múra sem tengjast slíkri nafnbót. Það má segja að Daníel sé að sumu leyti að feta nýja slóð fyrir klassísk tónskáld á okkar tímum og koma klassískri tónlist til breiðari hóps áheyranda. Procession er þegar farin að fá góða dóma og viðtökur á alþjóðavettvangi og með frekari kynningu og tónleikahaldi nær hún vonandi eyrum enn fleiri.

Hljómsveitin FM Belfast er á öðrum enda tónlistarlitrófsins, leikur dans- og popptónlist, og hefur vaxið gríðarlega sem tónleikasveit síðan hún kom fyrst fram á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2006. Sveitin gerði og gaf út sína fyrstu breiðskífu, How to Make Friends, með stuðningi Kraums árið 2008 og síðan hefur orðspor sveitarinnar farið langt út fyrir landsteinana. Árið 2010 ætlar sveitin að leggja áherslu á útlönd og mun sveitin m.a. koma fram á tónlistarhátíðum og bransasamkomum víð um Evrópu, m.a. Hróaskeldu og SPOT.

Íslenskir listamenn hafa í áraraðir unnið gríðarlega mikilvægt starf við að kynna Ísland og íslenska menningu á erlendri grundu. Markaðir í Skandinavíu, annarstaðar í Evrópu og Bandaríkjunum eru mikilvægir íslenskum listamönnum við að skapa sér tekjur af verkum sínum og þar eru margvísleg sóknarfæri fyrir íslenska listamenn. Kraumur vill hlúa að og styðja við útrás íslenskra listamanna og hljómsveita – og vonar að stuðningurinn nýtist þessum listamönnum til að koma sér og sínum afurðum enn frekar á framfæri, skapi þeim aukin tækifæri – sem og íslenska tónlist almennt – á erlendum vettvangi.

PLÖTUGERÐ OG INNLEND VERKEFNI
Kraumur heldur áfram að styðja við verkefni listamanna og hljómsveita hérlendis við að lagasmíðar, upptökur og við að útgáfu á verkum sínum. Kraumur efnir til samstarfs og stuðnings við Bang Gang, Bryndísi Jakobsdóttir, Einar Scheving, Hafdísi Bjarnadóttir, Leaves, Retro Stefson og Víking Heiðar Ólafsson við verkefni sín á sviði lagasmíða, vinnu, útgáfu og/eða kynningu á eigin verkum. Allir þessir listamenn stefna á að gefa út nýjar breiðskífur á árinu.

Kraumur heldur Innrásinni – stuðningi sínum við tónleikahald innanlands – áfram á árinu. Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni. Fjölmargir listamenn og hljómsveitir hafa lagt land undir fót og haldið tónleika víðsvegar um landið síðustu tvö ár undir merkjum Innrásarinnar og má þar nefna tónleika; Amiina, Árstíðir, Benni Hemm Hemm, Dr. Spock, Elfa Rún Kristinsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Momentum, Muck, Nögl, Reykjavík!, Sign, Skátar, Sudden Weathar Change, Svavar Knúts Kristinssonar og fjölda annarra.

Innrás Kraums mun styðja við tónleika og tónleikaferð Kammerkórsins Carmina, K-tríó, Trúbatrix hópsins (Myrra Rós Þrastardóttir, Miss Mount, Elín Ey, Elíza, Pascal Pinon, Mysterious Marta og fjöldi annara tónlistarkvenna) og Bloodgroup í Reykjavík og á landsbyggðinni. Blodgroup mun sömuleiðis standa fyrir tónleikum í Færeyjum með stuðningi Kraums. Tími til komin að þakka Færeyjingum fyrir hjálpina með því að færa þeim frábæra tónlist frá Íslandi.

KRAUMSLISTINN OG STARFSEMIN 2010
Kraumur hefur það sem af er þessu ári staðið fyrir námskeiði og opinni ráðstefnu fyrir tónlistarmenn og tónlistaráhugamenn á og í samvinnu við Aldrei fór ég suður, staðið fyrir Leit að ungum tónskáldum í samstarfi við Við djúpið og Rás 1 og sem einn samstarfsaðila Músíktilrauna í mars valið þrjár hljómsveitir til þátttöku í Hljóðverssmiðjum Kraums – þar sem ungum og upprennandi hljómsveitir fá fræðslu, handleiðslu og aðstöðu til að taka upp eigð efni með aðstoð fagmanna.

Kraumur hefur sömuleiðis keypt (100 stk af hverjum titli) og kynnt þær sex hljómplötur sem hlutu viðurkenningu Kraumslistans 2009 (áður Kraumsverðlaun) – meðal annars með útsendingum á tónleikahaldara, plötuútgáfur og tengiliði erlendis. Plöturnar eru; Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus, Bloodgroup – Dry Land, Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood, Hildur Guðnadóttir – Without Sinking, Hjaltalin – Terminal og Morðingjarnir – Flóttinn mikli. Kraumslistinn 2010 verður kynntur í desember í ár og mun Kraumur veita þeim plötum sem hljóta viðurkenningu samskonar stuðning.

KRAUMUR OG NÚVERANDI ÚTHLUTUN
Kraumur er sjálfstætt starfandi sjóður og starfsemi á vegum Auroru velgerðarsjóðs sem hefur það að meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Markmiðið er að styrkja stöðu ungra tónlistarmanna á Íslandi með beinum styrkjum, faglegri aðstoð og samstarfi af ýmsu tagi. Starfsemin, og stuðningurinn við listamenn og hljómsveitir, samanstendur því af bæði fjárhagslegum stuðning sem og faglegri aðstoð, aðgang að tengslaneti og hjálp við að koma verkum sínum og verkefnum í framkvæmd.

Kraumur tónlistarsjóður er á sínu þriðja starfsári, en starfsemin var sett á laggirnar í upphafi árs 2008. Á síðastliðnum 2 árum hefur Kraumur unnið með og stutt fjölda listamanna og hljómsveita með ýmsum hætti. Má þar nefna; Amiina, Benny Crespo’s Gang, Bloodgroup, Dikta, Dr. Spock, Celestine, Elfa Rún Kristinsdóttir, FM Belfast, For a Minor Refleciton, Helgi Valur, Hjaltalín, Lay Low, Melkorka Ólafsdóttir, Mugison, Morðingjarnir, Momentum, Mógil, Nordic Affect, Njútón, Nögl, Ólöf Arnalds, Ólafur Arnalds, Reykjavík!, Seabear, Sin Fang Bous, Sign, Skakkamanage, Skátar, Sudden Weather Change, Svavar Knútur, Sykur, Trúbatrix, Víkingur Heiðar Ólafsson og fjölmargir fleiri.

Kraumur kynnir að þessu stuðning alfarið ný samstarfsverkefni við listamenn, ef frá er talin stuðningur við FM Belfast og Ólöfu Arnalds – en Kraumur hefur áður stutt við plötugerð viðkomandi listamanna og tekur nú þátt í kynningu á verkum þeirra á erlendum vettvangi. Trúbatrix hópurinn fékk stuðning í fyrra við tónleikahald og Bloodgroup hlaut árið 2008 stuðning við tónleikahald ásamt fleiri hljómsveitum. Kraumur telur mikilvægt að fá inn ný verkefni – en jafnframt að vinna áfram með hluta þeirra listamanna sem hlotið hafa stuðning að verkum þeirra og stefnir á að gera það áfram.

Alls bárust 208 umsóknir í umsóknarferli sjóðsins sem nú er nýliðið. Yfir 180 umsóknir hlutu ekki styrk eða stuðning Kraums, og er ljóst að mikill fjöldi flottra og verðugra verkefna hlutu ekki stuðning að þessu sinni. Stjórn Kraums er hins vegar ánægð með þann stuðning og þau flottu verkefni sem tilkynnt er um nú sem sjóðurinn mun standa með og á bakvið. Yfirlýst stefna sjóðsins er að styrkja tiltölulega fá verkefni/listamenn, en gera það þannig að stuðningurinn sé afgerandi.

—————————————————————————————————————————————————
—————————————————————————————————————————————————

YFIRLIT

ÚTRÁS
Stuðningur og samstarf við listamenn og hljómsveitir við að koma sér og verkum sínum á framfæri á erlendum vettvangi.

ÚTRÁS stuðningur & samstarf við listamenn og hljómsveitir
Daníel Bjarnason Kynningarstarfsemi og tónleikar í Evrópu og USA 1.000.000 kr.
FM Belfast Kynning og tónleikar í Skandinavíu og Evrópu 1.000.000 kr.
Feldberg Útgáfa og kynning, tónleikar Great Escape & víðar 400.000 kr.
Mammút Tónleikaferð og kynning í Þýskalandi 400.000 kr.
Ourlives Kynningartónleikar og vinna í Bretlandi 400.000 kr.
Ólöf Arnalds Tónleikar & kynning í tengslum við nýja breiðskifu 400.000 kr.
Sammi & Big Band Tónleikar á hátíðum og í Evrópu sumarið 2010 400.000 kr.
Seabear Tónleikaferðir og kynning í Evrópu og USA 400.000 kr.
Sólstafir Átta tónlistarhátíðir í Evrópu (Wacken,Tuska o.fl.) 400.000 kr.
SAMTALS 4.800.000 kr.

INNRÁS
Stuðningur og samstarf við listamenn og hljómsveitir við tónleikahald innanlands.

INNRÁS stuðningur & samstarf við listamenn og hljómsveitir
Kammerkórinn Carmina Tónleikaferð um Ísland í September 2010 600.000 kr.
Bloodgroup Tónleikar innanlands + í Færeyum 300.000 kr.
Trúbatrix hópur Tónleikar & kynning á nýrri safnplötu; Taka 2 300.000 kr.
K-Tríó Tónleikaferð um Ísland, kynning á nýrri plötu 200.000 kr.
SAMTALS 1.400.000 kr.

PLÖTUGERÐ OG INNLEND VERKEFNI
Stuðningur og samstarf við listamenn og hljómsveitir á sviði lagasmíða, plötugerðar og kynningar.

VERKEFNI stuðningur við sérstök verkefni listamanna og hljómsveita
Bang Gang Hljóðfæraleikur og vinnsla nýrrar breiðskífu 400.000 kr.
Bryndís Jakobsdóttir Hljóðfæraleikur og vinnsla nýrrar breiðskífu 400.000 kr.
Einar Scheving Hljóðfæraleikur og vinnsla nýrrar breiðskífu 400.000 kr.
Hafdís Bjarnadóttir Íslandshljóð: Hljóðritun náttúru og eigin verka 400.000 kr.
Leaves Hljóðfæraleikur og vinnsla nýrrar breiðskífu 400.000 kr.
Retro Stefson Vinnsla nýrrar breiðskífu og kynningarstarf 400.000 kr.
Víkingur Heiðar Ólafsson Hljóðfæraleikur og vinnsla nýrrar breiðskífu 400.000 kr.
SAMTALS 2.800.000 kr.

EIGIN VERKEFNI KRAUMS
Eigin verkefni og samstarfsverkefni Kraums tónlistarsjóðs.

EIGIN VERKEFNI eigin verkefni Kraums og samstarfsverkefni
Kraumsverðlaunin 2010 Stuðningur & viðurkenning við ísl. plötuútgáfu 900.000 kr.
Hljóðverssmiðjur 2010 Fræðsla, handleiðsla & uppt. upprennandi listam. 900.000 kr.
Námskeið og ráðstefna Fræðsla opin öllum, á Aldrei fór ég suður 500.000 kr.
Leitin að ungum tónskáldum Samstarf við Við Djúpið og Rás 1 400.000 kr.
SAMTALS 2.700.000 kr.

—————————————————————————————————————————————————
—————————————————————————————————————————————————

Heimildarmynd um Kraumslistann 2008

Tuesday, December 15th, 2009

Stuttmynd Stuart Rogers um Kraumslistann 2008. Myndin birtist á myndbandavef SPIN Magazine sem og á video hluta Kraums á LoFi.tv.

Meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu sem eru; hljómsveitirnar Agent Fresco, FM Beflast, Mammút, Retro Stefson, Árni Rúnar Hlöðversson (FM Belfast), Katrína Mogensen og Arnar Pétursson (Mammút), Daníel Bjarnason (Ísafold), Unnsteinn Stefánsson (Retro Stefson), Eldar Ástþórsson (framkvæmdastjóri Kraums), Árni Mattíasson (blaðamaður á Morgunblaðinu og formaður dómnefndar Kraumsverðlaunanna), Halla Steinunn Stefánsdóttir (þáttagerðarmaður á Rás 1 og dómnefndarliði Kraumsverðlaunanna) og Ólafur Páll Gunnarsson (tónlistarstjóri Rásar 2 og dómnefndarliði Kraumsverðlaunanna).

Myndbandið er rúmlega 13 mínútur að lengd og má finna hér:


How to make friends kemur út erlendis

Monday, December 7th, 2009

FM Belfast

Breiðskífa FM Belfast kemur út hjá Kimi Records í Evrópu og víðar í Febrúar 2010.

Góðir hlutir gerast oft hægt. Líkt og hljómsveitin sjálf hefur fyrsta breiðskífa FM Belfast, How to Make Friends, farið víða. Platan kom fyrst út með stuðningi Kraums á Íslandi árið 2008, en í febrúar á næsta ári mun mun platan koma út alþjóðavettvangi, á vegum Kimi Records og með dreifingu hjá Morr Music.

How to Make Friends er ein þeirra sex hljómplatna sem Kraumur verðlaunaði árið 2008 með plötukaupum og dreifingu – eftir val dómnefndar.

Hlekkir
www.fmbelfast.com
www.myspace.com/fmbelfast

Mógil á WOMEX

Tuesday, November 17th, 2009

Hljómsveitin Mógil og söngkonan Heiða Árnadóttir á WOMEX hátíðinni í Kaupmannahöfn.

Hljómsveitin Mógil lék á stærstu heims- og þjóðlagahátíð heims, WOMEX, sem fram fór í  Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Mógil kom fram á hátíðinni með stuðningi Kraums tónlistarsjóðs og í samstarfi við Kraum og Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN / IMX) sem kom sveitinni að í dagskrá hátíðarinnar.

Tónleikarnir Mógil, sem fóru fram laugardaginn 31. október, tókust mjög vel og voru vel sóttir og hafa opnað fyrir bókanir á fleiri tónlistarhátíðir í ár. Hér fyrir ofan má sjá myndband frá tónleikunum.

Heiða Árnadóttir söngkona Mógil söng jafnframt eitt  af  lögum  Mógil  á opnunartónleikum  WOMEX, svökölluðu “Nordic  Nights” kvöldi. Tónleikunum var útvarpað beint á öllum Norðurlöndum og var Rás 2 með beina útsendingu hérlendis.

“WOMEX  tónleikarnir  í Kaupmannahöfn voru frábærir og okkur tókst vel upp á laugardagskvöldinu.  Við  í Mógil   vorum  mjög  ánægð  og fengum frábærar viðtökur. Þarna hittum við allskonar tónlistarmenn frá ýmsum heimshornum og mynduðum   skemmtileg   tengsl.   Nú   þegar   höfum  við  verið  pöntuð  á tónlistarhátíðir  í  Hollandi, Ítalíu og Englandi fyrir næsta sumar.  Fyrir okkur  var þetta því einstakt tækifæri til þess að kynna tónlistina okkar í Mógil.” – Heiða Árnadóttir, Mógil

Vikuna fyrir tónleika sína á WOMEX hélt Mógíl nokkra tónleika í Hollandi og Belgíu til að  hita  upp  fyrir  tónleika sína á hátíðinni.  Þeir tónleikar voru ekki aðeins góð upphitun heldur einnig kynning fyrir hljómsveitina og plötu hennar ‘Ró’ í þessum löndum.

Mógil á WOMEX tónlistarhátíðinni

Tuesday, October 27th, 2009

Hljómsveitin Mógil leikur stærstu heims- og þjóðlagatónlistarhátíð veraldar þann 31. október.

Nú í lok október mun þjóðlaga-jazz sveitin Mógil spila á WOMEX tónlistarhátíðinni sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 28. október – 1. nóvember. Hljómsveitin nýtir ferðina til tónleikahalds í Belgíu (Antwerpen, 23. október) og Hollandi (Amsterdam, 24. október) áður en hún kemur fram á WOMEX, í Tónlistarhöll DR (Koncerthuset), laugardaginn 31. október.

Söngkona Mógil Heiða Árnadóttir mun jafnframt koma fram á sérstöku opnunarkvöldi WOMEX og The Great Nordic Night hlutanum, þar sem valdir tónlistarmenn frá ýmsum Norðurlöndum koma saman.

Kraumur hefur unnið með og stutt Mógil til góðra verka á árinu. Hljómsveitin fór í tónleikaferð um landið í sumar, í tengslum við Innrásar-tónleikaátak Kraums þar sem leikið var á Akureyri, Siglufriði í Grímsnesi og Fríkirkjunni í Reykjavík.,

Mógil leikur á WOMEX fyrir tilstuðlan Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN / IMX) og í samvinnu við og með stuðningi Kraums.

Mógil hefur starfað undanfarin fjögur ár og gaf út geisladiskinn Ró, sem kom út á Íslandi árið 2007 og í Benelux löndunum í fyrrahjá belgísku útgáfunni Radical Duk.  Ró hefur fengið frábæra dóma bæði hér á landi og erlendis.

Mógil skipa:
Heiða Árnadottir- Voice
Ananta Roosens – Violin,Voice
Hilmar Jensson – Guitar
Joachim Badenhorst – Clarinet, Saxophone, Bass clarinet,

Hlekkir:
Hear Mógil @ WOMEX – frétt ÚTÓN / Iceland Music Export
Mógil á MySpace

Mógil á Facebook
Womex


Vel heppnað tónleikaprógram og sýning

Monday, October 19th, 2009

Fjölmenni sótti tónlistardagskrá Kraums og ljósmyndasýningu Harðar Sveinssonar á Iceland Airwaves. Meðal leynigesta voru Bárujárn og Mugison.

Myndir og Mayhem,  ljósmyndasýning Harðar Sveinssonar helguð íslensku tónlistarlífi og fjölbreytt tónlistardagskrá henni samhliða, stóð yfir dagana 14.-20. október í Kaffistofunni, Hverfisgötu 52.

Tónleikadagskráin samanstóð af ungum og efnilegum hljómsveitum og tónlistarmönnum. Sýningin og dagskráin var öllum opin, ekkert aldurstakmark og enginn aðgangseyrir.

Óhætt er að segja að tónleikarnir og sýningin hafi mælst vel fyrir. Frábær mæting var á dagskránna, bæði meða Íslendinga og útlendinga, og staðurinn troðfylltist þegar hljómsveitir spiluðuðu. Meðal þeirra sem komu fram voru ungar og upprennandi hljómsveitir á borð við Sykur, Miri og Sudden Weather Change.

Leynigestir komu í heimsókn alla fjóra tónleikadagana; Bárujárn, Dynamo fog, Retrön og Mugison sem spilaði eftirminnilega tónleika, órafmagnaður standandi uppi á hátalara.

Hörður Sveinsson hefur síðustu ár ljósmyndað aragrúa hljómsveita og listamanna og má þar nefna Björk, Sigur rós, Emilíönu Torrini, múm, Megas, Magna og Mugison. Hörður hefur verið iðinn við að ljósmynda nýjar og spennandi hljómsveitir, sem sjá má á heimasíðum og MySpace síðum tugi íslenskra hljómsveita og listamann. Má þar nefna Agent Fresco, For A Minor Reflection og Retro Stefson.

Tónlistarprógrammið og sýningin er haldin í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð. Kraumur hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, styðja við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

Útluflutningskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN / IMX) og Listaháskóli Íslands studdu einnig við syninguna. Fjölmennur hópur blaðmanna og starfsmanna tónlistarbransans mætti á dagskrána, fimmtudaginn 15. október, á sérstakt hóf á vegum ÚTÓN / IMX og lét mjög vel af tónleikum Mammút og dj Flugvél og Geimskip sem þá komu fram.

Hlekkir:
Hörður Sveinsson heimasíða
Hörður Sveinsson á Flickr

Mógil á WOMEX tónlistarhátíðinni

Monday, September 14th, 2009

Hljómsveitin Mógil leikur á stærstu heims- og þjóðlagahátíð veraldar.

Kraumur hefur unnið með og stutt þjóðlaga-jazz sveitina Mógil til góðra verka á árinu. Hljómsveitin fór í tónleikaferð um landið í sumar í tengslum við Innrásar-tónleikaátak Kraums þar sem leikið var á Akureyri, Siglufriði í Grímsnesi og Fríkirkjunni í Reykjavík.

Framundan eru tónleikar á stærstu heims- og þjóðlagahátíð veraldar, WOMEX, í haust fyrir tilstuðlan Iceland Music Export og í samvinnu við og með stuðningi Kraums. WOMEX 2009 fer fram í Kaupmannahöfn, 28. október – 1. nóvember.

Breiðskífa Mógíl ‘Ró’ sem kom út árið 2007 (og ári síðar erlendis hjá belgísku útgáfunni Radical Duke) hefur fengið mikið lof gangrýnenda.

————————————-

 • “Music for a new Iceland, borderless genius”
  - MBL, Iceland
 • “I recommend Ró for listeners that are interested in looking beyond the horizon”
  - Folk Roddels, Belgium
 • “The best new release at the moment”
  - Humo, Belgium
 • “Music that touches the soul”
  - The silent ballet, NYC 8/10
 • “Zusammen spielte das Quartett eine verzaubernde Musik”
  - Christoph Giese, Reykjavík Jazz festival
 • “Ró klinkt warm en avontuurlijk”
  - De Morgen, Belgium 4/4

————————————-

Mógil skipa:
Heiða Árnadottir- Voice
Ananta Roosens – Violin,Voice
Hilmar Jensson – Guitar
Joachim Badenhorst – Clarinet, Saxophone, Bass clarinet,

Hlekkir:
Mógil á MySpace

Mógil á Facebook
Womex

Mógil á vef Iceland Music Export

For a Minor Reflection & Ólafur Arnalds á SPOT

Friday, May 22nd, 2009

Hljómsveitin For a Minor Reflection og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds á einni stærstu tónlistarhátíð Norðurlanda; SPOT Festival 21.-23. maí.

Emelíana Torrini, Dísa, Svavar Knútur, For a Minor Reflection [mynd] Ólafur Arnalds eru meðal þeirra 110 listamanna og hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni SPOT í Árósum, Danmörku, um helgina.

SPOT Festival hefur farið fram árlega síðan árið 1994. Dagskrá hátíðarinnar samanstendur að mestu af hljómsveitum og listamönnum víðsvegar að frá Norðurlöndunum, aðallega nýjum hljómsveitum á uppleið – en einnig stærri númerum. Ýmsar smiðjur og ráðstefnur fara fram samhliða tónlistarhátíðinni.

Meðal þeirra sem hafa komið fram á SPOT snemma á ferli sínum eru Kashmir (DK, 1997), Sigur Rós (IS, 1999), The Raveonettes (DK, 2002), Junior Senior (DK, 2002), Mew (DK, 2005) og Oh No Ono (DK, 2007).

Kraumur tónlistarsjóður vinnur með og styður við For a Minor Reflection og Ólaf Arnalds, að gerð nýrra breiðskífna sem væntanlegar eru á árinu.

Tenglar
www.spotfestival.dk
Olafur Arnalds
For a Minor Reflection

Hjaltalín á Great Escape

Tuesday, May 12th, 2009

Hljómsveitin Hjaltalín hefur tónleikaferð sína um Bretlandseyjar í kvöld, leikur á tónlistarhátíðunum Great Escape í Brighton og Eurocultured í Manchester síðar í mánuðinum.

Hjaltalín hefur tónleikaferð sína með Bretland með tónleikum á Shakespeare í Sheffield í kvöld. Framundan eru tónleikar í fleiri borgum Englands, auk Edinborg og Glasgow í Skotlandi og Cardiff í Wales. Hápunktur ferðarinnar er vafalaust tónleikar á tónlistarhátíðinni Great Escape í Brighton 14. og 15. maí.

Meðal annarra listamanna sem koma fram á Great Escape 2009 eru The Black Lips, The Pipettes og Kasabian. Bretlands-túrnum lýkur síðan í Manchester á Eurocultured hátíðinni.

Hjaltalín leikur á Listahátíð í Reykjavík í Íslensku óperunni miðvikudaginn 27. maí ásamt kammersveit, undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Mánuðinum lýkur sveitin síðan á Cooperative De Mai í Clermont-Ferrand, Frakklandi (29. maí) og Live Across Festival í Mílanó, Ítalíu.

Kraumur vinnur með og styður Hjaltalín til afreka innanlands sem utan á árinu, þar með talið tónleikahald sveitarinnar og gerð nýrrar breiðskífu.

Lay Low á tónlistarhátíðum víða um heim

Saturday, May 9th, 2009

Tónlistarkonan Lay Low leikur á tónlistarhátíðunum Glastonbury (UK), Slottsfjell (NO), Nuna (CA), Pohoda (SK) og End of the Road (UK) í sumar.

Breiðskífa Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir), Farewell Good Night’s Sleep, er að koma út víða um veröldina núna í vor og sumar. Útgáfunni er fylgt eftir með kynningu og tónleikhaldi. Í apríl kom Lay Low fram á tónlistarhátíðinni Musexpo í Los Angeles, auk tónleika á KCRW útvarpsstöðinni og Hotel Café þar í borg.

Í sumar taka við tónleikar á nokkrum stærstu og skemmtilegustu tónlistarhátíðum sumarsins; m.a. Glastonbury og End of the Road á Bretlandseyjum og Slottsfjell í Noregi.

Kraumur styður við tónleikahald og kynningu Lay Low á erlendum vettvangi.

Vefur: Lay Low á MySpace