How to make friends kemur út erlendis

December 7, 2009

FM Belfast

Breiðskífa FM Belfast kemur út hjá Kimi Records í Evrópu og víðar í Febrúar 2010.

Góðir hlutir gerast oft hægt. Líkt og hljómsveitin sjálf hefur fyrsta breiðskífa FM Belfast, How to Make Friends, farið víða. Platan kom fyrst út með stuðningi Kraums á Íslandi árið 2008, en í febrúar á næsta ári mun mun platan koma út alþjóðavettvangi, á vegum Kimi Records og með dreifingu hjá Morr Music.

How to Make Friends er ein þeirra sex hljómplatna sem Kraumur verðlaunaði árið 2008 með plötukaupum og dreifingu – eftir val dómnefndar.

Hlekkir
www.fmbelfast.com
www.myspace.com/fmbelfast