Tónlistarhátíðin Við Djúpið nær hámarki

June 25, 2010

Tónlistarhátíðin Við Djúpið fer fram á Ísafirði dagana 22.-27. júní. Kraumur, Rás 1 og aðstandendur hátíðarinnar Leita að nýjum tónskáldum og verða verk þeirra flutt næstkomandi sunnudag.

Tónlistarhátíðina Við Djúpið stendur nú sem hæst á Ísafirði. Hátíðin er nú haldin í áttunda sinn og fer fram dagana 22. – 27. júní. Um helgina hefst síðasta námskeið hátíðarinnar er það er nýjung: námskeið fyrir píanókennara í notkun spuna í kennslu í klassísku píanónámi.

Mikil og góð aðsókn hefur verið á þá tónleika sem hátíðin hefur staðið fyrir sem afer; “fullt út úr dyrum” að sögn skipuleggjenda. Hátíðin nær hámarki nú undir helgi og má búast við miklum fjölda gesta.

Við Djúpið hefur frá upphafi haft þá sérstöðu að leggja áherslu á viðamikið og metnaðarfullt námskeiðahald samhliða því að bjóða upp á tónleika á heimsmælikvarða alla daga hátíðarinnar.

Við Djúpið, Rás 1 og Kraumur standa fyrir Leit að nýjum tónskáldum á og í tengslum við hátíðina. Dómnefnd valdi á dögunum þrjú nýjum tónskáldum hefur verið boðin þátttaka í verkefninu í sumar. Í kjölfarið skrifuðu þau verk fyrir blásarakvintett sem verða  frumfluttur á hátíðinni sunnudaginn 27. júní og síðar útvarpað á Rás 1.

Tónskáldin eru;

Þetta er í annað sinn sem verkefnið fer fram, en í fyrra sömdu þrjú tónskáld verk fyrir kammersveitina Ísafold. Nú er komið að blásarakvintett Nordic Chamber Soloists að flytja verkin, en hann er skipaður ungum en mjög reyndum tónlistarmönnum frá norður Evrópu.

Tilgangur verkefnisins er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með reyndum tónlistarmönnum, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Verkin verða síðan frumflutt á sérstökum lokatónleikum tónlistarhátíðarinnar Við djúpið á Ísafirði, 27. júní 2010.

Frekari upplýsingar