Leitin að nýjum tónskáldum ber árangur

March 29, 2010

Fjöldi umsókna um þátttöku barst í samkeppni tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, Kraums tónlistarsjóðs og Ríkisútvarpsins Rás 1 um Leitina að nýjum og ungum tónskáldum.

Dómnefnd hefur nú komist að niðurstöðu í samkeppninni. Þremur tónskáldum hefur verið boðin þátttaka í verkefninu í sumar. Þau hefjast nú handa og skrifa verk fyrir blásarakvintett sem verður frumfluttur á Ísafirði 27. júní í sumar.

Tónskáldin eru;

Þetta er í annað sinn sem verkefnið fer fram, en í fyrra sömdu þrjú tónskáld verk fyrir kammersveitina Ísafold. Nú er komið að blásarakvintett Nordic Chamber Soloists að flytja verkin, en hann er skipaður ungum en mjög reyndum tónlistarmönnum frá norður Evrópu.

Tilgangur verkefnisins er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með reyndum tónlistarmönnum, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Verkin verða síðan frumflutt á sérstökum lokatónleikum tónlistarhátíðarinnar Við djúpið á Ísafirði, 27. júní 2010.

Tenglar:
Kraumur.is – Leit að nýjum tónskáldum
Við Djúpið – heimasíða