LungA – Tíu ára afmælistónleikar

July 15, 2010

Listahátíðin LungA á Seyðisfirði fagnar tíu ára afmæli sínu með einstaklega glæsilegri tónlistardagskrá á hátíðinni í ár þar sem fram koma Hjaltalín, Retro Stefson, Bloodgroup ásamt strengjasveit, Seabear, Miri og fleiri.

Listahátíðin LungA á Seyðisfirði fagnar tíu ára afmæli sínu með einstaklega glæsilegri tónlistardagskrá á hátíðinni í ár. Tónlistardagskráin nær hápunkti sínum á afmælistónleikum laugardaginn 17. júlí þegar miðbæjarsvæði Seyðisfjarðar verður breytt í eitt samfellt hátíðarsvæði þar sem tvö útisvið verða með stanslausa tónlist allan daginn fram til klukkan 01.00.

LungA – Listahátíð ungs fólks, Austurlandi hófst mánudaginn 12. júlí og stendur fram til sunnudagsins 18. júlí. Á boðstólum hátíðarinnar eru fjöldi listasmiðja og listasýninga, fatahönnunarsýning, fyrirlestrar, tónleikar og fleiri viðburðir.

LungA var fyst haldin árið 2000 og að því tilefni er aðgangseyrir á tónleikana aðeins 2.000 krónur. Aðstandendum LungA er mikil ánægja að tilkynna að 15 ára og yngri fá aðgang í fylgd með fullorðnum – og fólk 50 ára og eldra fær frítt inn á tónleikana – og hvetur alla fjölskylduna til að mæta og njóta frábærrar tónlistar saman!

Kraumur tónlistarsjóður er samstarfsaðili tónleikadagskrárinnar og styður sérstaklega upptökur á afmælistónleiknum. Kraumur hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

_____________________________________________________________

Tónleikar Kimi Records – Föstudaginn 16. júlí
Tónleikarnir fara fram í Herðubreið. Miðaverð 1.000 krónur. Aldurstakmark 18 ár.

Herðubreið – dagskrá hefst klukkan 21:00
Tape Tud (BE)
Kimono
Sudden weather change
Stafrænn Hákon
Quadruplos

Eftirpartý Öldunnar
Retro Stefson (dj set)
Miri (dj set)

Afmælistónleikar LungA 2010 laugardaginn 17. júlí
Tónleikarnir verða utandyra í miðbæ Seyðisfjarðar. Miðaverð kr. 2000. Frítt fyrir fimmtíu ára og eldri, 15 ára og yngri verða að vera í fylgd með fullorðnum.

Stóra svið – dagskrá hefst klukkan 19:30
Hjaltalín
Bloodgroup ásamt strengjasveit
Seabear
Retro Stefson
Helmus und Dalli
Miri

Litla svið – dagskrá hefst klukkan 16:00
Óli Ofur
Oculus
(Cassette)
DJ flugvel og geimskip
Muted / Hypno

Ball Öldunnar með Hjálmum – dagskrá hefst klukkan 01.00
Tónleikarnir fara fram í Herðubreið. Miðaverð 2.500 krónur. Aldurstakmark 18 ár.
Hjálmar

_____________________________________________________________

Miðasala
Forsala á Afmælistónleika Lunga fer fram á midi.is og í verslun Skífunnar Kringlunni til og með föstudagsins 16. Júlí. Afhending armbanda fer fram í Herðubreið miðvikudag og fimmtudag klukkan 16-19, föstudag klukkan 13-19 og laugardag frá klukkan 13:00. Þeir sem kaupa sér armband á Afmælistónleikana fá miðann á Hjálmaballið á 1500kr og frítt inn á föstudags partýið gegn framvísun armbandsins. Miðasala á einstaka viðburði fer fram við hurð – en frítt er á fjölmarga viðburði.
_____________________________________________________________

Hlekkir
Heimasíða – www.lunga.is
LungA á Facebook – Facebook LungA
Innrás Kraums tónlistarsjóðs – Kraumur/Innrás