GRÍSALAPPALÍSA OG DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIP Á FERÐ OG FLUGI

July 21, 2014

Grísalappalísa og Dj Flugvél og Geimskip blása til tónlistarskrúðgöngu um landið frá 16. – 26. júlí, en þessar tvær rísandi stjörnur í íslensku tónlistarlífi iða að spenningi að komast í kynni við land og þjóð.

Þessi innrás er styrkt af Kraumi tónlistarsjóði og Rás 2.

Dagskráin er eftirfarandi:

Mið. 16. – Húrra, Reykjavík
Fim. 17. – Gamla Kaupfélagið, Akranes
Fös. 18. – RúBen, Grundafjörður
Lau. 19. – Vagninn, Flateyri (hefst klukkan 22:00)
Sun. 20. – Edduhótel, Laugar í Sælingsdal (hefst klukkan 16:00)
Þri. 22. – Gamli Baukur, Húsavík (hefst upp úr 22:30)
Mið. 23. – Mikligarður, Vopnafjörður
Fim. 24. – Gamla Símstöðin, Egilstaðir
Fös. 25. – Heima – Artist Residency, Seyðisfjörður
Lau. 26. – Græni Hatturinn, Akureyri (Ásamt Ojba Rasta. Hefst klukkan 22:00, miðaverð 2500kr)

Miðasala við hurð: 1500kr / 1000kr fyrir námsmenn / Dagskrá hefst klukkan 21 nema annað komi fram.

Grísalappalísa er með glænýja plötu í farteskinu sem ber nafnið “Rökrétt framhald” og hefur nú þegar fengið glimrandi góðar viðtökur frá helstu tónlistarspekúlöntum landsins. Hljómsveitin hefur einnig vakið athygli fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á sviði og hlutu þeir verðlaun sem besta tónleikasveit ársins 2013 að mati Reykjavík Grapevine. Í tilefni verðlaunanna var Grísalappalísu boðið að stíga á stokk með átrúnaðargoði sínu Megasi en samstarf hans og sveitarinnar er langt frá því á enda!

Með sveitinni í för er Steinunn Eldflaug Harðardóttir, betur þekkt sem Dj Flugvél og Geimskip, en hún gaf út plötuna Glamúr í Geimnum í fyrra sem þykir ótrúleg smíði uppfull af geggjuðum töktum, flottum bassa og fallegum sögum úr framandi heimi. Dagskráin er lífleg kvöldskemmtun uppfull af hressilegu rokki og frumlegum yrkisefnum á íslenskri tungu. Við mælum með því að þú látir sjá þig, viltu ekki vera með?


- dj. flugvél og geimskip


Grísalappalísa