Mógil á WOMEX tónlistarhátíðinni

October 27, 2009

Hljómsveitin Mógil leikur stærstu heims- og þjóðlagatónlistarhátíð veraldar þann 31. október.

Nú í lok október mun þjóðlaga-jazz sveitin Mógil spila á WOMEX tónlistarhátíðinni sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 28. október – 1. nóvember. Hljómsveitin nýtir ferðina til tónleikahalds í Belgíu (Antwerpen, 23. október) og Hollandi (Amsterdam, 24. október) áður en hún kemur fram á WOMEX, í Tónlistarhöll DR (Koncerthuset), laugardaginn 31. október.

Söngkona Mógil Heiða Árnadóttir mun jafnframt koma fram á sérstöku opnunarkvöldi WOMEX og The Great Nordic Night hlutanum, þar sem valdir tónlistarmenn frá ýmsum Norðurlöndum koma saman.

Kraumur hefur unnið með og stutt Mógil til góðra verka á árinu. Hljómsveitin fór í tónleikaferð um landið í sumar, í tengslum við Innrásar-tónleikaátak Kraums þar sem leikið var á Akureyri, Siglufriði í Grímsnesi og Fríkirkjunni í Reykjavík.,

Mógil leikur á WOMEX fyrir tilstuðlan Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN / IMX) og í samvinnu við og með stuðningi Kraums.

Mógil hefur starfað undanfarin fjögur ár og gaf út geisladiskinn Ró, sem kom út á Íslandi árið 2007 og í Benelux löndunum í fyrrahjá belgísku útgáfunni Radical Duk.  Ró hefur fengið frábæra dóma bæði hér á landi og erlendis.

Mógil skipa:
Heiða Árnadottir- Voice
Ananta Roosens – Violin,Voice
Hilmar Jensson – Guitar
Joachim Badenhorst – Clarinet, Saxophone, Bass clarinet,

Hlekkir:
Hear Mógil @ WOMEX – frétt ÚTÓN / Iceland Music Export
Mógil á MySpace

Mógil á Facebook
Womex