Vinnusmiðjur í Vonarstræti

November 4, 2009

Vel heppnuð vinnusmiðja um hvernig tónlistarmenn geta komið tónlist sinni á framfæri á netinu haldin á skrifstofu Kraums tónlistarsjóðs í Vonarstræti.

Hópur tónlistamanna sótti vinnusmiðju á vegum Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar (ÚTÓN / IMX) um hvernig koma megi sér og tónlist sinni á framfæri á netinu. Hópurinn hefur síðustu vikur sótt námskeið með sama markmiði, sem endaði á þessari smiðju.

Ariel Hyatt fjölmiðlaplöggari frá Cyber PR í New York hafði umsjón með smiðjunni, en hún hefur víðtæka reynslu af markaðssetningu á netinu og hefur á síðustu 13 árum verið fulltrúi yfir 1400 tónlistarmanna.

Vinnusmiðjan fór fram í gær, þriðjudaginn 3. nóvember, í nýju skrifstofurými Kraums og Hönnunarsjóðs Auroru, í kjallaranum að Vonarstræti 4B.

Hlekkir:
Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN / IMX)
Arial Publicity, Cyber PR

Arial Hyatt music blog
Ariel Hyatt Ta
lks About Her New Book “Music Success in 9 Weeks” (video)

Vonarstræti - IMX námskeiðVonarstræti - IMX námskeið