Kraumur styður við tónleikahald innanlands
Kraumur hefur í samvinnu við listamenn og hljómsveitir unnið að, og stutt við, mikinn fjölda tónleika innanlands um allt land í sumar.
Starfsemi Kraums undanfarna mánuði hefur að stórum hluta snúist um stuðning, samstarf og ráðgjöf á sviði tónleikahald innanlands. Innrásin, sérstakt átak Kraums til stuðning tónleikahalds á landsbyggðinni, var sett á laggirnar í fyrra og átakið hélt áfram í ár með fjölda tónleika.
Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna og hljómsveita til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir Innrásar-tónleika ársins.
Rás 2 hefur verið sérstakur samstarfsaðili átaksins og stutt við tónleikana með kynningum og auglýsingum.
Mikil fjölbreytni hefur einkennt tónleikana þar sem listamenn og hljómsveitir hafa komið úr öllum áttum tónlistar. Árið 2008 studdi Kraumur meðal annars við tónleika Elfu Rún Kristinsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur, Benna Hemm Hemm, tónlistarhópsins Njútón, Sign, Dr. Spock, Skáta og Bloodgroup. Meðal þeirra sem komið hafa fram á tónleikum í samstarfi og með stuðningi Kraums í vor og sumar eru;
- Mógil
- Árstíðir
- Svavar Knútur
- Árstíðir [á mynd]
- Helgi Valur [á mynd]
- FM Belfast
- Reykjavík!
- Miri
- Swords of Chaos
- Skakkamanage
- Nögl
- Gordon Riots
- Celestine
- Momentum
- Bróðir Svartúlfs
- Ljósvaki
- Fabúla
- Elíza Newman Geirsdóttir
- Þórunn Antónía
- Mysterious Marta
- Pascal Pinon
- Auk fjöldi annarra tónlistarmanna og hljómsveita…
Amiina við sjávarsíðuna
Tónleikasería þar sem aðgangur var ókeypis og leikið var í tveimur vitum, hvalasafni og Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. (vísun)
24. júlí – Bláa kirkjan á Seyðisfirði
25. júlí – Dalatangaviti
26. júlí – Hvalasafnið á Húsavík í samstarfi við Mærudaga
27. júlí – Sauðanesviti
———————————
Molestin á Eistnaflugi tónlistarhátíð
Hljómsveitirnar Momentum, Muck, Ask the Slave, Skítur, Myra, Plastic Gods og Celestine leika á tónlistarhátíðinni Eistnaflug á Neskaupsstað 9.-12. júlí með stuðningi Kraums. (vísun)
9.-12. júlí – Eistnaflug, Neskaupsstaður
———————————
Sumargleði Kimi Records
Fram komu hljómsveitirnar Sudden Weather Change, Reykjavík!, Swords of Chaos, Skakkamanage, FM Belfast, Miri, Létt á bárunni, Prins Póló, Hellvar og Björtu. (vísun)
15. júlí – Paddy’s, Keflavík
16. júlí – Pakkhúsið, Höfn á Hornafirði
17. júlí – Herðubreið, Seyðisfirði (LungA listahátíð)
18. júlí – Mikligarður, Vopnafirði
19. júlí – Gamli Baukur, Húsavík
22. júlí – Kaffi 59, Grundarfirði
23. júlí – Edinborgarhúsið, Ísafirði
24. júlí – Café Síróp, Hvammstanga
25. júlí – Sódóma, Reykjavík (ásamt Swords of Chaos)
———————————
Rokk Innrásin
Hljómsveitirnar Nögl, Endless Dark, At Dodge City og Gordon Riots fóru Rokk Innrás um landið dagana 25. júní-4. júlí í samstarfi við og með stuðningi Kraums. Tónleikaferðin heppnaðist það vel að haldið var af stað að nýju og fleiri tónleikum bætt við 9.-18. júlí. Leikið í félagsheimilum, íþróttahúsum, veitingastöðum og börum. (vísun)
25. júní – Dillon, Reykjavík
26. júní – Kaffi 59, Grundarfjörður
27. júní – Gamla íþróttahúsið, Ísafjörður
2. júlí – Paddy’s, Keflavík
3. júlí – Mælifell, Sauðárkrókur
4. júlí – Sláturhúsið, Egilsstaðir
—
9. júlí – Sódóma, Reykjavík
11. júlí – Prófasturinn, Vestmannaeyjar
15. júlí – Molinn, Kólpavogur
16. júlí – Gamli vínbarinn (Hansen), Hafnarfjörður
17. júlí – Lukkuláki, Grindavík
18. júlí – 800 bar, Selfoss
———————————
Mógil á hringferð um landið
Hljómsveitin Mógil, sem vakið hefur verðskuldaða athygli hérlendis sem erlendis fyrir sinn einstaka þjóðlaga-skotna hljóm, lék á fernum tónleikum víðasvegar um landið í samvinnu við og með stuðningi Innrásar-átaks Kraums. (vísun)
27. júní – Sólheimum í Grímsnesi
30. júní – Fríkirkjunni í Reykjavík
1. Júlí – Þjóðlagahátið á Siglufirði
2. júlí – Deiglan á Akureyri
———————————
Hver á sér fegra föðurland
Hljómsveitin Árstíðir og trúbadorarnir Svavar Knútur og Helgi Valur gerðu víðreist um fósturjörðina og komu við í helstu bæjum og sveitum hringinn í kringum landið undir nafninu “Hver á sér fegra föðurland?” (vísun)
25. júní – Hveragerðiskirkja, Hveragerði
26. júní – 800 Bar, Selfossi
27. júní – Stykkishólmskirkja, Stykkishólmi
27. júní – Ólafsvíkurkirkja, Ólafsvík
28. júní – Flateyjarkirkja, Flatey
29. júní – Sjóræningjasafnið á Patreksfirði
30. júní – Tálknafjarðarkirkja, Tálknafirði
1. júlí – Hlaðan í Arnardal við Ísafjarðardjúp
2. júlí – Hólmavíkurkirkja, Hólmavík
3. júlí föstudagur – Félagsheimilið Höfðaborg, Hofsósi
Tónleikar hefjast kl. 20
4. júlí – Siglufjörður (Þjóðlagahátíð)
Hljómsveitirnar heimsækja Siglufjörð og njóta þjóðlagahátíðarinnar þar í bæ.
5. júlí – Félagsheimilið, Grímsey
7. júlí – Gamli baukur, Húsavík
8. júlí – Egilsstaðakirkja, Egilsstöðum
9. júlí – Neskaupstaður (Eistnaflug)
Hljómsveitirnar njóta rokkhátíðarinnar Eistnaflugs á Neskaupstað
10. júlí – Úlfaldi úr Mýflugu, Hlaða í Mývatnssveit
11. júlí – Græni Hatturinn, Akureyri
12. júlí – Café Rósenberg, Reykjavík
———————————
Hljóðverssmiðjur á Flateyri
Hljóðverssmiðjur Kraums í Tankinum á Flateyri í samvinnu við Músíktilraunir, með Mugison og fleiri leiðbeinendum. Þátttakendur eru Bróðir Svartúlfs, Ljósvaki og The Vintage sem skipuðu þrjú efstu sætin á Músíktilraunum 2009, þeir leika óvænt á tónleikum á Flateyri meðan á Smiðjunum stendur. (vísun)
14. júní – Vagninn, Flateyri
———————————
Trúbatrixur á hringerð um landið
Trúbatrixur fagna grósku íslenskra tónlistarkvenna með safndisk og tónleikaferð um landið – í samstarfi við Innrásarverkefni Kraums og Rás 2. Fram koma Fabúla, Elíza Geirsdóttir Newman, Þórunn Antónía, Elín Ey, Mysterious Marta, Pascal Pinon og fleiri. (vísun)
2. júní – Trúbatrix Album Launch @ Café Rósenberg, Reykjavík
3. júní – Kaffi 59, Grundarfjörður
4. júní – Græni Hatturinn,Akureyri
5. júní – Kaffi Sæli, Tálknafjörður
6. júní – Edinborg, Ísafjörður
11. júní – Draugasetrið, Stokkseyri
12. júní – Pakkhúsið, Höfn í Hornafirði
13. júní – Hótel Aldan, Seyðisfjörður
———————————
Hvar er draumurinn?
Samstarf við tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður. Fjölmargir reynsluboltar úr íslensku tónlistarlífi deildu reynslu sinni á námskeiði Kraums og Aldrei fór ég suður. (vísun)
10-11. apríl – Aldrei fór ég suður, Ísafjörður
———————————