Gleðin breiðir úr sér um allt land

July 9, 2009

Innrásarátak Kraums heldur áfram! Hljómsveitirnar Sudden Weather Change, Reykjavík!, Swords of Chaos, FM Belfast, Skakkamanage og Miri leika á tónleikum um allt lan dagana 15.-25. júlí.

Sumargleði Kimi Records fer nú af stað í annað sinn. Nú miklu stærri en í fyrra! Tónleikaferðin er farin með stuðningi Kraums við tónlistarmennina og tónleikahaldið, og er hluti af Innrásar-átaki Kraums til stuðnings tónleikahaldi innanlands.

Tónleikaferðalagið  hefst miðvikudaginn 15. júlí í Keflavík og lýkur með stórtónleikum í höfuðborginni laugardagskvöldið 25. júlí. Öll tónleikakvöldin hefjast á léttum og skemmtilegum ‘Popquiz’ spurningaleik í anda Popppunkts.

Á heimasvæði Sumargleðinnar er að finna nánari upplýsingar um hljómsveitir og dagskrá. Þar er einnig að finna fría safnskífu með lögum eftir sumargleðissveitir.

Í stuttu máli…

Hvar: Gleðin breiðir úr sér um allt land
Hvenær: 15.júlí – 19.júlí og 22.júlí – 25.júlí
Allir tónleikarnir byrja klukkan 20:00 með popquiz spurningaleik
Miðaverð: 1.500 krónur inn á hvert kvöld
Vefsvæði: www.kimirecords.net/sumargledi

Sumargleði hluti 1:

Hljómsveitir: Sudden Weather Change, Reykjavík! og Swords of Chaos
Miðvikudagurinn 15. júlí: Paddy’s, Keflavík (ásamt Hellvar)
Fimmtudagurinn 16. júlí: Pakkhúsið, Höfn á Hornafirði
Föstudagurinn 17. júlí: Herðubreið, Seyðisfirði (L.ung.A – ásamt Miri, Létt á bárunni, Prins Póló og Björtu)
Laugardagurinn 18. júlí: Mikligarður, Vopnafirði
Sunnudagurinn 19. júlí: Gamli Baukur, Húsavík

Sumargleði hluti 2:

Hljómsveitir: FM Belfast, Sudden Weather Change, Skakkamanage og Miri
Miðvikudagurinn 22. júlí: Kaffi 59, Grundarfirði
Fimmtudagurinn 23. júlí: Edinborgarhúsið, Ísafirði
Föstudagurinn 24. júlí: Café Síróp, Hvammstanga
Laugardagurinn 25. júlí: Sódóma, Reykjavík (ásamt Swords of Chaos)

Tónleikaferðin er farin í samstarfi við, og með stuðningi, Kraums tónlistarsjóðs. Aðrir stuðningsaðilar eru
Rás 2, Reykjavik Grapevine og Eymundsson.