Blaðamannafundur á Iðnó

June 18, 2008

Blaðamannafundur á Iðnó í tilefni af kynningu á Innrásinni og stuðning við tónleikahald innanlands.

Tilefnið er:

A. KRAUMUR KYNNIR INNRÁSINA OG STUÐNING VIÐ TÓNLEIKAHALD INNANLANDS
B. TÓNLEIKAFERÐ KIMI RECORDS – SUMARGLEÐIN – SÝNIR KLÆRNAR

Iðnó, fimmtudaginn 19. júní, kl. 12:15

  • Benni Hemm Hemm og Borko taka lagið
  • Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri Kraums kynnir Innrásina og stuðning við tónleikaferðir
  • Baldvin Esra Einarsson, framkvæmdastjóri Kimi Records kynnir Sumargleðina
  • Þórunn Sigurðardóttir, formaður stjórnar Kraums og stjórnarformaður í Auroru velgerðarsjóði, kynnir starfsemi Kraums

Léttar hádegisveitingar.