Frumburður FM Belfast kominn út

November 20, 2008

fmcover

FM Belfast kenna okkur að eignast vini!

Fyrsta breiðskífa FM Belfast ‘How to Make Friends’ er komin út. Kraumur hefur stutt FM Belfast við plötugerðina og óskar sveitinni hjartanlega til hamingju afrekið – og þá frábæru viðtökur sem platan hefur fengið.

Platan kemur út hjá eigin útgáfu FM Belfast, World Champion Records, og sér Kimi Records um dreifingu á hérlendis. Auk þess að vera fáanleg í plötuverslunum er hægt að versla ‘How to Make Friends’ gegnum iTunes, Tonlist.is og beint gegnum heimasíðu FM Belfast. Kaupum í kreppunni!

Hlekkir
FM Belfast MySpace
World Champion Records

FM Belfast.com