Metþátttaka í umsóknarferli Kraums

February 4, 2010

Yfir 193 umsóknir bárust í umsóknarferli Kraums tónlistarsjóðs sem lauk í vikunni.

Kraumur tónlistarsjóður þakkar frábærar viðtökur við umsóknarferli sínu fyrir árið 2010, sem kynnt var til leiks á Degi íslenskrar tónlistar þann 11. desember síðastliðinn. Umsóknarfresturinn rann út í vikunni, mánudaginn 1. febrúar.

Alls bárust 193 umsóknir í umsóknarferlinu. Umsóknirnar eru af ýmsum toga, og úr öllum geirum tónlistar. Flestar eru umsóknirar frá hljómsveitum og listamönnum, sem sækja um stuðning og samstarf fyrir margvísleg verkefni sín á árinu. Má þar nefna tónleikhald, kynningu á verkum sínum, tónsmíðar og plötugerð.

Öllum umsækjendum verður svarað. Þónokkur vinna er nú framundan við að fara í gegnum umsóknirnar og verkefni ársins, en stefnt er að því að svara öllum umsækjendum mánaðarmótin mars/apríl.