Kraumslistinn 09 – Úrvalslisti dómnefndar birtur

December 14, 2009

Kraumslistinn 2009,  viðurkenning Kraums til þeirra verka sem þótt hafa framúrskarandi og spennandi í íslenskri plötuútgafu á árinu, verður kynntur þann 16. desember. Dómnefnd Kraumslistans hefur nú valið og birt úrvalslista yfir 20 plötur.

Kraumslistinn, sem kallaður var Kraumsverðlaunin í fyrra, verður kynntur annað árið í röð miðvikudaginn 16. desember. Dómnefnd Kraumslistans hefur nú komist að niðurstöðu um 20 hljómplötur sem skipa úrvalista ársins Hann er kynntur hér og nú. Þann 16. desember verður svo tilkynnt um Kraumslistann 2009, þær fimm breiðskífur hljóta viðurkenningu og stuðning Kraums.

Kraumslistanum er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar.

Hugmyndin á bakvið Kraumslistann er að halda umgjörð í lágmarki, en beina kröftunum þess í stað í að styðja við og vekja athygli á þeim þeim plötum sem dómnefnd velur á Kraumslistann. Það er jafnframt von aðstandenda að valið veki athygli á flottri og fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, nú þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á.

Framkvæmd Kraumslistans er með þeim hætti að sérstök dómnefnd velur 5 plötur sem gefnar hafa verið út á árinu. Kraumur mun styðja við titlana, og jafnframt reyna auka við möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri utan landsteinana, með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.), í samvinnu við Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Árið 2008 sá dómnefnd sérstaka ástæðu til að verðlauna fleiri en fimm plötur, en samkvæmt reglum Kraumslistans hefur dómnefnd leyfi til að auka við fjölda verðlaunaplatna, ef sérstakt tilefni þykir til.

Dómnefnd Kraumslistans er skipuð 16 aðilum sem hafa reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, í dagblöðum, útvarpi og á netinu. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson. (sjá lista yfir alla meðlimi dómnefndar hér að neðan).

Óhætt að segja að árið í ár sé öflugt hvað plötuútgáfu varðar, enda fjölmargir spennandi titlar sem ekki komast á úrvalslista Kraumslistans 2009. Dómnefnd vinnur nú það erfiða starf að velja af listanum þær 5 plötur sem Kraumur verðlaunar. Kraumslistinn 2009 verður kynntur til leiks miðvikudaginn 16. desember.

Frekari upplýsingar:
Um Kraumslistann
Markmið og verðlaun
Dómnefnd og reglur

Kraumslistinn 2008:

 • Agent Fresco – Lightbulb Universe
 • FM Belfast – How to Make Friends
 • Hugi Guðmundsson – Apocrypha
 • Ísafold – All Sounds to Silence Come
 • Mammút – Karkari
 • Retro Stefson – Montaña

Kraumslistinn 2009 – Úrvalslisti (í stafrófsröð)

 • Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus
 • Árni Heiðar Karlsson – Mæri
 • Bloodgroup - Dry Land
 • Bróðir Svartúlfs – Bróðir Svartúlfs EP
 • Dikta – Get it together
 • Egill Sæbjörnsson – Egill S
 • Feldberg – Don’t Be A Stranger
 • Helga Rós Indriðadóttir og Guðrún Dalía – Jórunn Viðar, Sönglög
 • Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood
 • Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
 • Hjaltalin – Terminal
 • Kimono – Easy Music for Difficult People
 • Lights on the highway – Amanita Muscaria
 • Morðingjarnir - Flóttinn mikli
 • múm – Singa Along to Songs that You Don’t Know
 • Pascal Pinon – Pascal Pinon
 • Ruxpin – Where Do We Float From Here
 • Sudden Weather Change – Stop! Handgrenade In The Name Of Crib Death’understand?
 • The Deathmetal Supersquad – Dead Zeppelin
 • Víkingur Heiðar - Debut