Lokahnykkur Innrásar – Elskumst í efnhagsrústunum

October 7, 2008

Lokahnykkur Innrásar átaks Kraums – sem hefur það að markmiði að styðja við tónleikahald og tónlistarlíf innanlands – er tónleikaferð Skáta, Bloodgroup, Dlx Atx og Sykurs um landið. Tónleikaferðin hefur yfirskriftina “Elskumst í efnhagsrústunum” og hefst á Egilstöðum miðvikudaginn 8. október og lýkur í Reykjavík þann 18. október. Aðrir bakhjarlar tónleikaferðarinnar eru Ölgerðin og Rás 2, sem hefur stutt dyggilega við Innrásar-tónleika ársins með umfjöllun sinni.

Kraumur hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Með Innrásinni vill Kraumur styðja hljómsveitir og tónlistarmenn við tónleikhald á landsbyggðinni. Markmiðið er að auka við möguleika listamanna til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni.

Innrásin hófst í apríl þegar Sign, Dr. Spock og Benny Crespo’s Gang rokkuðu hringinn að frumkvæði Rásar 2, með stuðningi Kraums. Sumargleði Kimi Records með Benna Hemm Hemm, Reykjavík!, Borko og Morðingjunum fór fram um allt land í júlí, við mikinn fögnuð landsmanna og túrista. Tónlistarhópurinn Njútón hélt þrenna tónleika í júlí og ágúst og Efla Rún Kristinsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir fóru í Heiðurs- og fagnaðartónleikaferð um kirkjur landsins í ágúst. Ráðgert er að halda Innrásinni áfram á næsta ári. (sjá yfirlit að neðan)

Nú er komið að síðustu tónleikaferðinni sem farin er með stuðningi Innrásarinnar í ár. Fyrir tilstilli Kraums mun ástralski New York búinn Stuart Rogers koma til landsins og gera tónleikaferðinni, og þeim listamönnum sem þar koma fram, skil í útvarpsþáttum sínum og þáttagerð á netinu. Stuart er víðfrægur fyrir Podcast video þætti sína af íslenskum tónlistarmönnum og tónlistarlífi, m.a. í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina síðustu ár.

Elskumst í efnhagsrústunum

8. október 2008 – Menntaskólinn, Egilsstaðir (Skátar, Bloodgroup, með Mini-Skakkamanage
9. október 2008 – Hraunsnef, Borgarfirði (Skátar, Bloodgroup & Dlx Atx)
10. október 2008 – Edinborgarhúsið, Ísafirði (Skátar, Bloodgroup & Dlx Atx)
11. október 2008 – Græni hatturin, Akureyri (Skátar, Bloodgroup & Dlx Atx)
14. október 2008 – Flensborg, Hafnarfirði (Skátar, Bloodgroup, Dlx Atx & Sykur)
15. október 2008 – Paddy’s, Keflavík (Skátar, Bloodgroup, Dlx Atx & Sykur)
17. október 2008 – Iceland Airwaves
18. október 2008 – Live Pub (Skátar, Bloodgroup, Dlx Atx & Mammút)