Árangursík ráðstefna og vinnusmiðja

October 24, 2009

Kraumur fræðir íslenska tónlistarmenn um möguleika markaðssetningar á alþjóðavettvangi og netinu með vinnusmiðjunni ‘A World Without Borders’ og þáttöku í You Are in Control ráðstefnunni.

Ráðstefnan You Are in Control, sem fór fram í Reykjavík dagana 23.-24. september, þóttist takast með eindæmum vel. Þetta er í þriðja sinn sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlist (ÚTÓN / IMX) stendur fyrir ráðstefnunni, sem aldrei hefur verið stærri og jafn vel sótt af íslesnkum tónlistarmönnum og hljómsveitum.

Kraumur tónlistarsjóður er samstarfs- og stuðningsaðili You Are in Control og sá um sérstakra vinnusmiðju sem bar heitið ‘A World WIthout Borders’ þar sem íslenskum tónlistarmönnum voru kynntir möguleikar í markaðsetningu á tónlist sinni erlendis, sem og leiðir í stafræni dreifingu og kynningu á tónlist sinni á internetinu.

You are in Control fjallar um nýjungar í stafrænni menningarmiðlun, markaðssetningu og útgáfu í skapandi greinum. Tónlist skipar hvað veigamestan þátt í ráðstefnunni sem í ár samanstóð af fyrirlestrum, panelum og vinnusmiðjum sem fóru fram í mismunandi rýmum á Hótel Nordica.

Meðal fyrirlesara í ár voru Paul Bennett (IDEO Chief Creatives), Gerfried Stocker (Ars Electronica XX ), Guðjón Már Guðjónsson (Ministry Of Ideas), Serena Wilson (Nile On PR) og Remi Harris (Association of Independent Music).

Nokkrir íslenskir tónlistarmenn léku á ráðstefnunni og má þar nefna Ólöfu Arnalds [mynd] og Rökkurró. Óhætt er að mæla með bloggsíðu ráðstefnunnar þar sem má finna myndbönd frá ráðstefnunni, viðtöl og fleira.

Kraumur hefur í ár með ýmsum hætti unnið að því fræða íslenska listamenn um þá möguleika netið býður upp í markaðsetningu og sölu á tónlistar. Internetið var eitt af viðfangsefnunum í Hljóðverssmiðjum Kraums sem haldnar voru á Flateyri og einnig á  námskeiðinu Hvar er draumurinn? á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Vinnusmiðjan á You Are in Control er þó stærsta skref Kraums í þessum málaflokki og fyrirhugað að leggja honum enn frekar lið á næstunni.

Hlekkur:
Iceland Music Export – You Are in Control 2009
You Are in Control blogg