Kraumur Tónlistarsjóður | Music Fund

Video Podcast um íslenska tónlist

October 12, 2008

Fyrir tilstuðlan Kraums er ástralski New York búinn Stuart Rogers kominn hingað til lands til að gera íslensku tónlistarlífi og tónlistarmönnum skil í máli og myndum. Hann fylgdi tónleikaferð hljómsveitanna Skáta, Bloodgroup, Sykurs og Dlx Atx – ‘Elskumst í efnhagsrústunum’ – eftir um allt um allt land í síðustu viku. Auk þess hefur hann tekið fjölda viðtala, heimsótt hljómsveitir í æfingahúsnæði og stúdíó listamanna og er að taka upp efni á Iceland Airwaves hátíðinni.

Auk Kraums styður skrifstofa Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum við komu Stuart hingað til lands. Stuart Rogers er víðfrægur fyrir Podcast video þætti sína um íslenska tónlistarmenn og tónlistarlíf, sem hlotið hefur mikla athygli á Youtube og hans eigin ‘sjónvarpsstöð’ Lo Fi TV – en þar má þegar sjá hluta af því efni sem gert hefur verið síðustu daga; http://www.lofi.tv/